is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4167

Titill: 
  • „Þar fékk ég töfrakraftinn - sjálfsöryggið.“ Upplifun notenda af unglingasmiðjunum í Reykjavík
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hver sé upplifun fyrrum notenda unglingasmiðjanna í Reykjavík, á þeirri þjónustu sem þeir fengu. Til þess var eigindlegri rannsóknaraðferðafræði beitt, þar sem tekin voru átta viðtöl við fyrrum notendur. Rætt var við fjóra karlmenn og fjórar konur sem öll voru á aldrinum 18-22 ára. Notendur unglingasmiðjanna eru unglingar, sem eru í flestum tilfellum mjög félagslega einangraðir. Þetta er hópur sem er utanveltu í jafningjahópi sínum og er almennt ekki mjög áberandi í samfélaginu. Félagsleg einangrun getur haft mjög neikvæð áhrif á þroska, hegðan og líðan þessara einstaklinga og því er afar mikilvægt að þjónusta við þennan hóp sé eins og best verður á kosið.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru þær að þjónustuþörf viðmælendanna var töluverð, þar sem þeir liðu mikla vanlíðan og félagslega einangrun. Flestir voru sammála um að þjónusta unglingasmiðjanna væri til fyrirmyndar en nokkrir þeirra lögðu til að smávægilegar breytingar yrðu gerðar á starfseminni. Allir voru sammála um að unglingasmiðjurnar hefðu átt stóran þátt í að stuðla að bættri líðan þeirra, betri sjálfsmynd og auknum félagsþroska. Ályktanir höfundar út frá rannsókninni eru meðal annars þær að starfsemi unglingasmiðjanna sé nauðsynleg fyrir þennan notendahóp, hún sé í góðum farvegi en þó sé ástæða til að auka enn frekar við hana.

Samþykkt: 
  • 18.12.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4167


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurlaug_MAfixed.pdf664.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna