is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4168

Titill: 
  • Jöfn búseta barna hjá báðum foreldrum eftir skilnað
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fjallar um jafna búsetu barna hjá báðum foreldrum eftir skilnað. Markmið rannsóknarinnar er að bæta við og dýpka þekkingu og skilningi á uppeldisumhverfi og aðstæðum barna eftir skilnað og að fá fram sjónarmið og viðhorf til jafnrar búsetu barna hjá báðum foreldrum. Tilgangur rannsóknarinnar er þá fyrst og fremst að afla þekkingar og um leið varpa ljósi á aðstæður fjölskyldna, sem búa við slíkt fyrirkomulag, til þess að geta haft áhrif á löggjöf, fræðslu og þjónustu á sviði fjölskylduráðgjafar. Beitt var eigindlegum rannsóknaraðferðum. Tekin voru hálfstöðluð einstaklingsviðtöl við tíu fráskilda foreldra sem eiga börn, á aldrinum sex til átta ára, sem hafa jafna búsetu hjá báðum foreldrum. Helstu niðurstöður rannsóknar voru að foreldrar barna sem búa við jafna búsetu líta mjög jákvæðum augum á fyrirkomulagið. Foreldrarnir eru í góðu sambandi og leggja mikla áherslu á að vinna í sameiningu að því að tryggja hagsmuni og velferð sameiginlegs barns. Samvistir foreldra og barna breytast eftir skilnað, sem má rekja til þess að foreldrarnir hafa afmarkaðri tíma með barni sínu. Jöfn búseta hefur hins vegar ekki áhrif á gæði tengsla foreldris og barns. Foreldrar verða eigingjarnari á sinn eigin tíma með barninu og hefur það áhrif á samvistir barnsins við aðra fjölskyldumeðlimi, og þá fyrst og fremst ömmu og afa beggja vegna. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu vísbendingar um ákveðna þætti sem þurfa að vera til staðar til þess að jöfn búseta barna hjá báðum foreldrum geti gengið vel. Þessi þættir eru: (i) góð foreldrasamvinna sem einkennist af gagnkvæmri virðingu og trausti, (ii) sterk tengslamyndun barns við báða foreldra, sérstaklega þó við feður, (iii) jafnræði í hlutverkum foreldra fyrir og eftir skilnað, (iv) foreldrar búsettir nálægt hvort öðru og (v) góð aðlögunarhæfni barns.

Samþykkt: 
  • 18.12.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4168


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_fixed.pdf549.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna