is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41682

Titill: 
  • Mikilvægi grænna skuldabréfaútgáfu ríkja og staða Íslands
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Stefnan er að vera kolefnislaus árið 2050. Græn skuldabréf er markaðslausn fjármálakerfisins til að bæta umhverfið og berjast gegn loftlagsvánni. Árið 2007 var fyrsta græna skuldabréfið keypt af fjárfestum sem vildu bæta umhverfið. Nú tæpum 15 árum síðar eru mörg opinber- og einkafyrirtæki með yfirlýsta græna fjárfestingastefnu. Sterkustu þjóðir heims taka græn skuldabréf alvarlega en hlutfallið er allt of lágt enn sem komið er. Ísland hefur gefið út sjálfbæran fjármögnunarramma og mun bráðlega vera meðal þeirra ríkja sem hafa gefið út græn, blá eða sjáfbær skuldabréf. Í þessu verkefni eru viðtöl tekin við sérfræðinga og hagsmunaaðila í grænni skuldabréfaútgáfu og álit þeirra fengið á þörf og framtíð grænna skuldabréfa. Nauðsynlegt er að auka sjálfbærnismenningu um heim allan til að ná kolefnisleysi eftir 28 ár og þátttaka ríkisins í verki er stór liður í þeirri vegferð. Margar leiðir eru fyrir hið opinbera að hvetja til sjálfbærni og grænum fjármálaafurðum en fjárfestar munu stýra ferðinni með mati sínu á yfirvofandi áhættu hverju sinni.

Samþykkt: 
  • 8.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41682


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc Mikilvægi grænna skuldabréfa María LOKASKJAL2.pdf1.67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna