is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41685

Titill: 
  • Orkuskipti í íslenska fiskiskipaflotanum : „verkefni af þeirri stærðargráðu að enginn gerir þetta einn“
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að komast að því hver núverandi staða orkuskipta í íslenska fiskiskipaflotanum væri og hvaða mögulegu orkugjafar myndu knýja flotann áfram í náinni framtíð. Jarðefnaeldsneyti er eitt af undirstöðum hagkerfisins og hefur verið í notkun í marga áratugi. Fiskiskipaflotinn er meðal atvinnugreina landsins þar sem hagkvæmni rekstrar byggir að stærstum hluta á notkun jarðefnaeldsneytis. Við brennslu jarðefnaeldsneytis myndast losun á koltvíoxíð (CO2), sem er ein tegund gróðurhúsalofttegunda (GHL). GHL er mikilvægt að takmarka þar sem með aukinni losun GHL út í andrúmsloftið hækkar meðalhiti jarðar. Horft var til rekstrarumhverfis sjávarútvegsins þar sem undir fellur pólitískt umhverfi, efnahagslegt umhverfi, samfélagslegt umhverfi og umhverfismál, tæknilegt umhverfi og lagalegt umhverfi. Umfjöllun ritgerðarinnar styður við markmið sem Ísland hefur sett sér í loftslagsmálum.
    Unnið var með eigindlega rannsóknaraðferð í formi djúpviðtala þar sem tekin voru viðtöl við sex sérfræðinga sem starfa í sjávarútvegsgeiranum, olíugeiranum, fjármálageiranum og hugbúnaðargeiranum. Allir búa þeir yfir þekkingu sem snýr að þróun orkuskipta í fiskiskipaflotanum. Framkvæmd rannsókn og fyrirliggjandi gögn styðja hvort annað.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að orkuskipti íslenska fiskiskipaflotans eru enn á byrjunarreit, að HFC kælimiðlum undanskildum, og margir þættir sem spila inn í þróun mála. Mikil hagræðing hefur átt sér stað í flotanum á síðustu árum en fá verkefni eru í gangi sem stuðla að orkuskiptum. Aðkoma íslenskra stjórnvalda skiptir máli til að hraða framkvæmd orkuskiptanna og til samanburðar var litið til þróunar orkuskipta í Noregi sem nýtur stuðnings norskra stjórnvalda. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að ekki er ljóst hvaða orkugjafi það verður sem mun leysa jarðefnaeldsneytið af hólmi. Horft er til margra orkugjafa, innlendra jafnt sem erlendra, og þeir metnir í samanburði við jarðefnaeldsneytið en umræða dagsins í dag hallast þó meira að innlendri framleiðslu endurnýjanlegra orkugjafa.
    Lykilorð: Íslenski fiskiskipaflotinn, orkuskipti, gróðurhúsalofttegundir (GHL), endurnýjanlegir orkugjafar, aðkoma stjórnvalda.

Samþykkt: 
  • 9.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41685


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc.OrkuskiptiÍFiskiskipaflotanum-MÁ&ÓEI.pdf1,41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna