is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41687

Titill: 
  • Viðhorf neytenda til vefverslunar og orsakir yfirgefningu innkaupakerra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Undanfarin ár hefur vefverslunum fjölgað umtalsvert og margir neytendur nú til dags styðjast helst við internetið þegar kemur að því að finna vörur, versla vörur og einnig til þess að bera
    saman vörur og verð í mismunandi vefverslunum.
    Rannsóknarverkefnið í þessari ritgerð fjallar um lýsingu á ástæðum þess að neytendur kjósa að versla á netinu ásamt því að fara yfir hvaða eiginleikum neytendur leita helst að við
    val á vefverslun og hvað leiðir til þess að neytendur yfirgefa kaup í vefverslunum. Rannsakendur verkefnisins framkvæmdu tvær rannsóknir, eina eigindlega rannsókn þar sem rannsakendur bjuggu til spurningakönnun og lögðu hana fyrir neytendur á netinu, og eina megindlega rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við sérfræðinga um vefverslanir.
    Sérfræðingarnir svöruðu fyrir hönd Heimkaupa, Elko, ByLovísa og S4S. Þessar verslanir voru valdar til þess að fá mat sérfræðinga frá ólíkum fyrirtækjum, bæði í stærð og starfsemi, sem öll áttu það samt sameiginlegt að starfa með vefverslanir.
    Niðurstöður rannsóknarinnar staðfestu grun rannsakenda að megindrifkraftur vefverslana væru þægindin sem fylgdu því að notast við vefverslanir. Einnig kom í ljós mikilvægi þess að vera með vel uppsetta og skipulagða vefverslun þar sem neytandinn getur
    auðveldlega farið í gegnum kaupferlið við komu á síðu vefverslunarinnar. Í megindlegu rannsókninni kom skýrt fram að neytendur notuðust mikið við vefverslanir og þá helst vefverslanir sem gerðu þeim kleift að ganga frá kaupum á sem einfaldastan hátt. Í eigindlegu rannsókninni kom í ljós að mikil aukning hefur átt sér stað í vefverslunum á undanförnum árum og töldu viðmælendur að mikil aukning muni eiga sér stað í heildarsölu vefverslana á komandi árum. Þótt að mikil aukning hafi átt sér stað í vefverslunum á undanförnum árum sögðust flest allir viðmælendur rannsóknarinnar að enn komi stærsti hluti af sölu í gegnum verslanirnar sjálfar, þó þeir væru einnig allir sammála því að það gæti átt eftir að breytast á næstu árum.
    Einnig kom fram í báðum rannsóknunum að neytendur nota vefverslanir mikið í upplýsingaleit og við samanburð á vörum og verði.
    Lykilorð: Vefverslun, innkaupakerru yfirgefning, kauphegðun, kaupákvörðun, kaupferli

Samþykkt: 
  • 9.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41687


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Ritgerð Lokaskil GEB-SSAS.pdf2,29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna