en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Reykjavík University > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/41693

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif Instagram á sýnineyslu
  • How social media drives and influences conspicuous consumption
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Viðfangsefni þessarar rannsóknar er samfélagsmiðillinn Instagram og áhrif hans á sýnineyslu. Notkun samfélagsmiðla hefur aukist töluvert síðustu árin, bæði meðal einstaklinga og fyrirtækja. Vísbendingar gefa til kynna að tilkoma og þróun samfélagsmiðla hafi verulega aukið neysluhyggju fólks. Í dag snúast kaup einstaklinga ekki aðeins um þarfir, heldur einnig um táknræna merkingu. Sýnineysla er þegar einstaklingar gefa til kynna, í gegnum neyslu sína, hvaða hópi samfélagsins þeir tilheyra, vilji tilheyra eða hvernig þeir vilja að aðrir einstaklingar líti á þá.
    Rannsóknarspurning sem lögð var fram er “Hafa samfélagsmiðlar, nánar tiltekið Instagram, áhrif á sýnineyslu?”. Aðferðafræðin sem notast er við í þessari rannsókn er megindleg nálgun. Rannsakendur lögðu fram spurningakönnun á samfélagsmiðlum sínum, vinum og vandamönnum til þátttöku. Auk könnunarinnar er stuðst við fyrirliggjandi gögn, stigskipun sýnineyslu og þarfapýramída Maslows. Einstaklingar þekkja hugtakið sýnineysla ef til vill mismunandi vel, en umræðan um hana hefur aukist til muna í nútímasamfélagi og varð það til þess að áhugi og enn fremur spurningar, kviknuðu hjá rannsakendum. Sýnineysla getur verið áberandi, og þá sérstaklega á samfélagsmiðlum, þar sem notendur byggja meðal annars sjálfsmynd sína í gegnum það efni sem þeir deila. Þar hafa einstaklingar tilhneigingu til þess að koma jákvæðum upplýsingum um sjálfa sig á framfæri. Samfélagið nú til dags á sér stað bæði í “raunheiminum” og í “netheimum” og í dag getur líf okkar á netinu oft haft meiri áhrif á sjálfstraust okkar, hegðun og skoðanir heldur en hið hefðbundna líf. Viðföng könnunarinnar voru frekar sammála þessari staðhæfingu. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að einstaklingar finni fyrir aukinni pressu á samfélagsmiðlum að eiga ákveðnar vörur eða vörumerki og því meiri tíma sem þeir eyða þar, því meiri er pressan. Enn fremur sagðist stór hópur þátttakenda finna fyrir meira sjálfstrausti, vera meira aðlaðandi eða finnast þeir hafa hærri stöðu í samfélaginu þegar þeir klæðast merkjavörum.
    Lykilhugtök: Sýnineysla, Instagram, Kauphegðun, Samfélagsmiðlar, Markaðssetning, Áhrifavaldar, Efnishyggja, Vörumerkjavirði, Vörumerki.

Accepted: 
  • Jun 9, 2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41693


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BSc ritgerð - Sýnineysla.pdf3.03 MBOpenComplete TextPDFView/Open