Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41694
Ritgerð þessi fjallar um samanburð á grænum skuldabréfum á íslenska markaðnum og sambærilegum skuldabréfum á erlendum mörkuðum. Samanburður var gerður á áskorunum útgefenda og eiginleikum bréfanna. Þar að auki var gerð greining á íslenskum og erlendum skuldabréfamarkaði í tengslum við græn skuldabréf. Að lokum var gerð atburðarrannsókn þar
sem kannað er samband grænna útgáfa og gengi hlutabréfa. Erlendar rannsóknir gáfu til kynna að útgáfa grænna skuldabréfa hefði jákvæð áhrif á verð hlutabréfa útgefanda og þess vegna var tilgáta okkar að útgáfa grænna skuldabréfa á íslenskum markaði hefði áhrif á verð hlutabréfa. Úrtakið samanstóð af 5 útgefendum sem höfðu gefið út samtals 14 græn skuldabréf á árunum 2020, 2021 og á fyrsta ársfjórðungi 2022. Tölfræðiprófið sem notast var við til að fá niðurstöðurnar var framkvæmt með einhliða tilgátuprófi (e. one sided t-test). Niðurstaðan er ekki
tölfræðilega marktæk við 5% villustig. Hins vegar eru vísbendingar til staðar að útgáfa grænna skuldabréfa hafi áhrif á hlutabréf útgefenda. Má þar nefna að meðaltal á uppsafnaðri óeðlilegri ávöxtun er jákvæð auk þess að tölfræðipróf við 10% villustig reyndist tölfræðilega marktækt.
Samræmi var hérlendis og erlendis milli annara eiginleika þ.e. með grænni útgáfu ná útgefendur til fleiri fjárfesta og ímynd bætist. Helstu áskoranir bæði á Íslandi og erlendis er að uppfylla
skilyrði fjármögnunarrammans í aðdraganda og í kjölfar grænnar útgáfu, en það er mikilvægt til þess að forðast grænþvott sem borið hefur á erlendis. Græni skuldabréfamarkaðurinn á Íslandi er enn grunnur og ófullkominn samanborið við erlenda markaði og má þar nefna óvissu varðandi tilvist grænu (e. greenium) þar sem fá fyrirtæki eru með vaxtaferla til staðar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
bs_tindur_robert.pdf | 1.19 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |