is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41699

Titill: 
 • Áhrif sjálfbærni á rekstur þriggja stærstu viðskiptabanka Íslands
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Sjálfbærni hefur undanfarin ár öðlast meira mikilvægi í fyrirtækjarekstri og hafa samfélög í heild sinni orðið mun meðvitaðri sökum vitundarvakningar allt frá aldamótum. Áhrif fyrirtækja á umhverfið eru gríðarleg og því hafa mörg fyrirtæki á síðustu áratugum hafið innleiðingu á sjálfbærni inn í rekstur sinn og er sjálfbærni jafnvel orðin hluti af kjarnastarfsemi fyrirtækja. Í fyrirtækjarekstri snýst sjálfbærni um að innleiða skilgreinda þætti er snúa að umhverfismálum, félagslegum þáttum, stjórnarháttum og hagsæld, svokölluðum UFS þáttum.
  Framkvæmd voru þrjú hálf-stöðluð viðtöl við sérfræðinga á sviði sjálfbærnimála hjá þrem stærstu viðskiptabönkum Íslands en þeir eru Íslandsbanki, Arion banki og Landsbankinn. Markmið rannsóknarinnar var að öðlast skilning á hver áhrifin verða af því að innleiða og stuðla að sjálfbærni í bankastarfsemi, þar sem greint verður frá helstu kostnaðarliðum og ávinningi sem hlýst af sjálfbærni í rekstri íslenskra viðskiptabanka. Ritgerð þessi byggir því að mestu leyti á viðtölunum þremur ásamt fleiri útgefnum gögnum af Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankanum.
  Niðurstöður þessarar rannsóknar leiddu í ljós að helstu áhersluþættir bankanna þriggja haldast í hendur. Allir hafa þeir valið sér ákveðin heimsmarkmið til þess að leggja megináherslu á og hafa bankarnir í fleiri en einu tilfelli valið sér sömu markmiðin. Þá telja allir bankar UFS staðlaða vera lykilatriði í sinni sjálfbærnistefnu. Aðrar niðurstöður sýndu að helstu kostnaðarliðir við innleiðingu og við að viðhalda sjálfbærni í rekstri bankanna eru einnig margir þeir sömu en allir viðmælendur töldu að þrátt fyrir mikla vinnu og viðbættum kostnaði þá vegi ávinningurinn við að innleiða og stuðla að sjálfbærni í rekstri meira en kostnaður.
  Lykilorð: Sjálfbærni, heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, UFS, viðskiptabankar, kostnaður, ávinningur.

Samþykkt: 
 • 9.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41699


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif sjálfbærni á rekstur þriggja stærstu viðskiptabanka Íslands.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna