Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41701
MeToo byltingin og umræðan um kynferðislegt ofbeldi hefur haft áhrif á viðbrögð íslenskra fyrirtækja á ofbeldi innan vinnustaða. Bæði hafa fyrirtæki aukið fræðslu starfsfólks sem og uppfært viðbragðsáætlanir í kjölfar MeToo byltingarinnar. Kenningar um orsök og afleiðingar kynferðisofbeldis gefa skýr merki um mikilvægi og nauðsyn skráðra verkferla og viðbragðsáætlana til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi á vinnustað og byggir grunn að öruggri og góðri vinnustaðamenningu. Afleiðingar kynferðisofbeldis á vinnustað birtast í virðislækkun félaga, minni afkastagetu starfsmanna og meiri starfsmannaveltu. Umræðan hefur verið að færa sig upp á skaftið hérlendis þar sem æðstu stjórnendur nokkurra fyrirtækja hafa verið sakaðir opinberlega um ofbeldi og má því segja að undirliggjandi vandi sem stjórnir íslenskra félaga þufti að takast á við sé að komast upp á yfirborðið. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvort stjórnir skráðra félaga í Kauphöll Íslands vinni eftir formlegum verklagsferlum þegar inn á þeirra borð komi mál tengd kynferðisofbeldi. Rannsóknin leitast við að svara rannsóknarspurningunni „Eru stjórnir íslenskra fyrirtækja með verkferla þegar kemur að kynferðislegu ofbeldi af hálfu æðsta stjórnanda?“. Framkvæmd var megindleg rannsókn í formi netkönnunar sem var send á meðlimi stjórna skráðra íslenskra félaga. Niðurstöður benda til þess að meirihluti, eða 54,5%, stjórna skráðra íslenskra félaga séu með verkferla þegar kemur að kynferðislegri áreitni og/eða ofbeldi af hálfu æðsta stjórnanda. 75% svarenda sem áttu slíka verkferla ekki til sögðu að til stæði að gera þá. Þó eru einungis 40% svarenda með verkferla sem snúa að stjórnarmeðlimum fyrirtækja varðandi kynferðislega áreitni og/eða ofbeldi af þeirra hálfu. Að auki voru 50% svarenda sem töldu almenningsálit hafa frekar mikil áhrif á viðbrögð og framgang mála innan fyrirtækjaog 10% svarenda töldu það hafa mikil áhrif. Lykilorð: Viðbragðsáætlun, verklagsferlar, kynferðislegt ofbeldi, MeToo, stjórnir íslenskra félaga, vinnustaðamenning, Ísland.
The MeToo movement and the discussion revolving sexual violence have had an enormous impact on the response of Icelandic companies regarding violence in the workplace. Icelandic companies have both increased their employee training as well as updated contingency and response plans as an effect of the MeToo movement. Theories on the causes and effect consequences of sexual violence give clear evidence of the importance and necessity of predetermined procedures and contingency plans to prevent sexual violence in the workplace and build the foundation for a safe and pleasant workplace culture. Consequences of sexual violence are reflected in a decrease of company value, decreased efficiency of employees and higher employee turnover. The discussion in Iceland has escalated as some of the country’s CEOs being publicly accused of sexual violence. The aim of the study was to investigate whether the boards of directors of Icelandic corporations listed at the stock exchange operate according to formal procedures when cases of sexual violence surface. The study seeks to answer the research question “Do board of directors of Icelandic corporations have contingency plans/processes regarding sexual violence incidents on the part of CEOs”. A quantitative study was conducted in the form of an internet survey which was sent to members of the board of directors of Icelandic companies. The results indicate that the majority, or 54,5%, of boards of directors of Icelandic listed corporations have procedures when it comes to sexual harassment and/or violence incidents on the part of CEOs. 75% of respondents who did not have such procedures disclosed that the making of them was to be expected. However, only 40% of respondents have procedures involving companies’ boards of directors regarding sexual harassment and/or violence on their part. In addition, 50% of respondents believe that public opinion has a rather much impact on the response and progress of sexual harassment and/or violence cases within the company and 10% felt that it had a significant impact. Keywords: Contingency plan, predetermined procedures, sexual violence, MeToo, board of directors of Icelandic companies, corporate culture, Iceland.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Verkferlar skráðra fyrirtækja - BSc.pdf | 3.35 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |