is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41704

Titill: 
  • Er í raun erfiðara fyrir fyrstu kaupendur að komast inn á húsnæðismarkaðinn?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að komast að því hvort það sé í raun erfiðara fyrir fyrstu kaupendur að komast inn á húsnæðismarkaðinn en áður, eins og umræðan hefur gefið í skyn. Samspil ótal mismunandi þátta valda óútreiknanlegum sveiflum á húsnæðismarkaðnum. Helstu þættir markaðarins voru skoðaðir í þaula til þess að álykta um hvort fyrstu kaupendur standi frammi fyrir meiri áskorun núna en áður. Þónokkur úrræði hafa verið sett á laggirnar af ríkinu til stuðnings fyrstu kaupenda en úrræðin hafa skilað sér misvel til hópsins. Þó svo flest úrræðin lofi góðu í fyrstu, þá þegar kafað er dýpra kemur í ljós að margt er ábótavant við þau. Þá ýmist er ágóðinn sem aðrir hópar fá því meiri og veldur hækkunum íbúðaverðs umfram ágóða fyrstu kaupenda, eða þröngir skilmálar valda því að mun færri geti nýtt sér stuðninginn en gjarnan vildu. Þrátt fyrir allar þær áskoranir sem fyrstu kaupendur standa frammi fyrir hefur meðalaldur fyrstu kaupenda, sem og hlutdeild þeirra á markaðnum, haldist að mestu óbreytt síðustu 10-15 ár. Telur því höfundur að ekki sé raunin sú að erfiðara sé fyrir fyrstu kaupendur að komast inn á húsnæðismarkaðinn nú en áður.

Samþykkt: 
  • 9.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41704


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc-Ritgerð-Sakarías.pdf1,56 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna