is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41707

Titill: 
  • Reglur um kaupaukagreiðslur í fjármálafyrirtækjum á Íslandi
  • Titill er á ensku Variable remuneration rules for financial undertakings in Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Frá falli íslensku bankanna árið 2008 hefur verið bætt vel í löggjöf fyrir og eftirlit með fjármálafyrirtækjum á Evrópska efnahagssvæðinu. Í þessari ritgerð, líkt og nafn hennar gefur til kynna, er megináhersla lögð á kaupauka hjá fjármálafyrirtækjum á Íslandi. Kaupaukar eru í sinni einföldustu mynd öll starfskjör starfsmanna sem ekki teljast þáttur í föstum starfskjörum þeirra. Íslensku kaupaukareglurnar eru með þeim ströngustu í Evrópu. Markmiðið með þessari ritgerð er að gaumgæfa hvernig regluverkið kom til, skoða nánar aðdraganda þess og hvað fór fram við setningu laga um kaupauka. Litið verður til þess hvaða skammtímaáhrif þau hafa haft til dagsins í dag og hvaða langtímaáhrif þau gætu borið í skauti sér fyrir íslensk fjármálafyrirtæki. Út frá þeim áhrifum verður staða þeirra í dag metin og hvort tilefni sé til þess að endurskoða reglurnar. Sett verður fram tillaga að lagabreytingum og teknar verða til skoðunar þær lagabreytingar sem nú eru til umræðu hjá Alþingi um mögulegar breytingar á kaupaukareglum.
    Leitast verður við því að svara því hvort tími sé kominn á endurskoðun og ef svo er, hvers kyns breytingar þarf að gera á þessu lagaumhverfi. Til þess að svara þessum spurningum verður bakgrunnur kaupauka skoðaður í öðrum kafla. Í þriðja kafla verður farið dýpra í reglurnar eins og þær eru í dag. Einnig verða íslenskar kaupaukareglur bornar saman við reglur annarra Evrópuríkja og lagt mat á það hvort tími sé kominn á endurskoðun. Í fjórða kafla verður fjallað um mál er snúa að brotum á reglum um kaupauka. Í fimmta kafla verður fjallað um nýtt frumvarp til breytingarlaga á lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og öðrum lögum, sem liggur fyrir á Alþingi þegar þetta er skrifað. Í sjötta kafla verða niðurstöður ritgerðarinnar teknar saman. Helsta niðurstaðan er sú að tími sé kominn á endurskoðun, þar sem íslensku kaupaukareglurnar verði samræmdar þeim sem gilda í samanburðarlöndum okkar.

  • Útdráttur er á ensku

    Since the collapse of the Icelandic banks in 2008, the legal framework and monitoring of financial undertakings have increased a lot in the European single market. In this thesis, the focus is on variable remuneration in financial undertakings in Iceland. In its simplest form, variable remuneration is all pay that is not part of an employee's fixed remuneration. Iceland has one of the strictest laws in Europe regarding variable remuneration. The goal of this thesis is to investigate the events leading up to the implementation of the Icelandic legal framework on variable remuneration. The thesis will examine what short-time effect it has had, and what long-term effects we could see on financial undertakings in Iceland, in the near future. Changes will be suggested and compared with possible changes discussed before the Icelandic Parliament.
    The question - if the legal framework regarding variable remuneration needs changing, and if so, what kind of changes are required - will be answered. The first step in answering those questions will be examining the background of variable remuneration in chapter two. Then, the third chapter will be a deep dive into the Icelandic rules about variable remuneration. Subsequently, the Icelandic laws on variable remuneration will be compared to the laws of other European countries. Finally, suggested changes to the current legislation will be made. In the fourth chapter, Icelandic cases, where financial undertakings in Iceland have been found guilty of violating the laws about variable remuneration, will be examined. In the fifth chapter, the new bill on variable remuneration, which is now up for discussion in the Icelandic Parliament, will be discussed. Finally, the thesis' main findings will be summarized in the sixth chapter. The main finding is that the Icelandic legislation on variable remuneration should be configured to align with our neighbouring countries.

Samþykkt: 
  • 9.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41707


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML í lögfræði.pdf957,19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Beidni um lokunpalledwald.pdf442,59 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna