Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/41708
Hvernig geta íslensk skattyfirvöld nálgast túlkun á hugtakinu raunverulegur eigandi?
Í þessari ritgerð verður leitast við að skoða hugtakið raunverulegur eigandi og hvernig íslensk skattyfirvöld geta nálgast túlkun á hugtakinu. Hugtakið raunverulegur eigandi (e. beneficial owner) er að finna í alþjóðlegum tvísköttunarsamningum sem hafa verið túlkaðir í samræmi við samnings¬fyrirmynd Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD). Hugtakið var fyrst sett fram í 10. gr. samningsfyrirmyndar OECD árið 1977 sem skilyrði fyrir því að rétthafi tekna, þ.e. arðs, vaxta og þóknana, geti einn notið þeirra skattalegu ívilnana sem tvísköttunarsamningar tryggja aðilum samnings. Hér á landi er lítil reynsla komin á notkun hugtaksins raunverulegur eigandi í dómaframkvæmd og er það eingöngu að finna í einum úrskurði yfirskattanefndar frá 2001. Telur höfundur brýnt að hugtakið verði skilgreint og innleitt í íslensk skattalög og verði það gert m.a. með hliðsjón af samningsfyrirmynd OECD og með hliðsjón af því hvernig önnur OECD-ríki hafa túlkað hugtakið í framkvæmd. Engar slíkar skilgreiningar finnast í íslenskum tekjuskattslögum, ekki frekar en skilgreiningar á öðrum mikilvægum hugtökum í skattarétti hérlendis. Þrátt fyrir að vísað sé til hugtaksins raunverulegur eigandi í fjölda tvísköttunarsamninga um heim allan þá er ekki að finna neina almenna alþjóðlega skilgreiningu á hugtakinu. Óskýrt er samkvæmt dómaframkvæmdum hversu langt skattyfirvöld mega ganga með því að nota regluna um raunverulegan eiganda sem skattasniðgöngureglu. Hafa fræðimenn bent á að erfitt muni reynast að móta almenna alþjóðlega þýðingu á hugtakinu meðan hvorki er til staðar almenn skilgreining á hugtakinu í samningsfyrirmynd OECD né sérstakur OECD-dómstóll í slíkum málum.
How can Icelandic tax authorities best interpret the concept of “beneficial owner”?
The topic of this thesis is to examine the concept of “beneficial owner” and how Icelandic tax authorities can best interpret it. The aforementioned concept can be found in international double tax treaties that have been interpreted in accordance with the OECD Model Convention. The concept was first introduced in Article 10 of the OECD Model Convention in 1977 as a condition for the beneficiary of income, i.e. dividends, interest and royalties, to be the sole party to enjoy the tax relief that double tax treaties guarantee parties to agreements.
There is not much precedent for the use of the concept “beneficial owner” in judgements in Iceland, it can only be found in one judgement of the Internal Revenue Board from 2001 but the author maintains that it is crucial that the concept be defined and introduced into Icelandic tax legislation by using the OECD Model Convention as a template as well as considering how other countries have implemented the concept into their legislation. Current Icelandic tax legislation lacks such a definition as well other important concepts that exist in foreign tax legislation. Even though the concept of “beneficial owner” is referred to in several double tax treaties globally, there is no general international definition of the concept. Based on precedent, it is unclear how far the Icelandic tax authorities can go in applying the rule of “beneficial owner” as a tax avoidance rule. Scholars have noted that it will prove difficult to form a general international interpretation of the concept when a general definition of the concept lacks in the OECD Convention Model and no specific OECD court exists to rule in such matters.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
ML RITGERÐ LOKAÚTGÁFA- PDF- Björg Ósk Gunnarsdóttir.pdf | 983,97 kB | Open | Complete Text | View/Open |