is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41711

Titill: 
  • Markaðsmisnotkun á skipulegum verðbréfamarkaði : tæknilegar breytingar á dreifingu upplýsinga og aukið aðgengi almennings að skráðum fjármálagerningum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Margt hefur verið skrifað um markaðsmisnotkun á Íslandi og jafnvel meira en góðu hófi gegnir. Það breytir því ekki að löggjöfin er í stöðugri þróun þó sú þróun sé oft nokkrum árum á eftir framkvæmdinni.
    Aðgangur almennra fjárfesta að verðbréfamörkuðum hefur tekið verulegum breytingum frá bankahruninu haustið 2008 en flest fordæmi íslensks réttar er varða markaðsmisnotkun eiga við háttsemi sem átti sér stað í aðdraganda þess. Allir stóru íslensku viðskiptabankarnir veita í dag aðgang að aðalmarkaði íslensku kauphallarinnar í gegnum netbanka. Samskipti almennings hafa einnig breyst töluvert á síðastliðnum áratug þar sem stór hluti samfélagsins notast í dag við samfélagsmiðla daglega. Samfélagsmiðlar gera það að verkum að hægt er að dreifa upplýsingum víða á skömmum tíma með mikilli skilvirkni. Miðlarnir, ásamt auknu aðgengi almennings að fjármálamörkuðum hafa gert ákveðnar tegundir markaðsmisnotkunar auðveldari í framkvæmd og mögulega valdið því að algjörlega ný tegund hafi rutt sér til rúms.
    Vegna framangreindrar þróunar verður litið til íslenskrar dómaframkvæmdar í tengslum við markaðsmisnotkun og annarra þjóða í Evrópu þar sem sama regluverk gildir en til viðbótar verður einnig litið til atvika í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að fordæmi bandarísks réttar gildi seint sem fordæmi hér í landi getur verklag þar gefið mynd af þróun rökstuðnings í málaferli markaðsmisnotkunarmála, þar sem tæknileg þróun fjármálamarkaða hefur þar í landi verið í fararbroddi.
    Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er eftirfarandi:
    Ætti háttsemi sem er nýlega búin að eiga sér stað á mörkuðum með notkun samfélagsmiðla að falla undir markaðsmisnotkun?

Samþykkt: 
  • 9.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41711


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKASKIL.pdf970.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna