Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41713
Í þessu lokaverkefni verður gerð grein fyrir mikilvægi þess að leita nýrra leiða við val á byggingarefnum. Við sjáum hvernig aðgerðir stjórnvalda hafa áhrif á byggingariðnaðinn og lagt verður mat á líklegar aðgerðir sem ráðist verður í að hálfu stjórnvalda v. umhverfismála. Vistferilsgreiningar verða skoðaðar fyrir steinsteypt hús og timburhús, bæði úr CLT-einingum og fyrir timburhús sem smíðuð eru á hefðbundinn hátt úr timburgrind. Í öðrum kafla verður farið yfir helstu efniseiginleika CLT-eininga, s.s. burðarþol, varmaeinangrun og hljóðvist. Í þriðja og síðasta kaflanum verður CLT-burðarvirki fyrir 500 m^2 parhús á steyptri plötu hannað frá grunni og gerð gróf kostnaðaráætlun fyrir efniskaupum of uppsetingu burðarvirkisins.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
CLT-einingar_graenframtid.pdf | 5.2 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |