is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41714

Titill: 
  • Titill er á ensku Rights of workers vis-à-vis social security in the EEA : substance and interpretation of Regulation (EC) No 883/2004 on the coordination of social security systems regarding short-term benefits and Icelandic law
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Réttindi launafólks gagnvart almannatryggingum innan EES: Inntak og túlkun reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 883/2004 um samræmingu almannatryggingakerfa varðandi skammtímabætur og íslenskur réttur
    Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á rétt launafólks á EES-svæðinu til skammtímabóta almannatrygginga, þ.e. sjúkradagpeninga, fæðingarolofsbóta og atvinnuleysisbóta, í samræmi við reglugerð 883/2004, sem tekin hefur verið inn í EES-samninginn. Auk þess að kanna hvort framkvæmd á Íslandi sé í samræmi við EES-samninginn hvað þetta varðar.
    Í ritgerðinni er fjallað um frjálsa för fólks og þjónustufrelsi þar sem EES-ríki skulu ekki svipta einstaklinga almannatryggingaréttindum sínum aðeins vegna þess að þeir hafa nýtt réttindi sín til frjálsrar ferðar. Auk umfjöllunar um gildissvið reglugerðarinnar og mikilvægi meginreglna hennar við túlkun og framkvæmd, með vísan til umfangsmikillar dómaframkvæmdar Evrópudómstólsins og EFTA-dómstólsins á þessu sviði.
    Í ritgerðinni er leitt í ljós að grundvallarmunur á meðferð atvinnuleysisbóta, samanborið við sjúkra- og fæðingarorlofsbætur, er sá að EES-ríkjum er ekki heimilt að setja skilyrði í landslög til viðbótar við skilyrði í ákvæðum reglugerðarinnar varðandi sjúkra- og fæðingarorlofsbætur án hlutlægra réttlætingarástæðna. Hins vegar séu ákvæði varðandi atvinnuleysisbætur undantekning á reglum reglugerðarinnar sem túlka beri þröngt. Vegna þessa er EES-ríkjum heimilt að setja strangari skilyrði í landslög um til dæmis búsetu og dvöl launafólks. Í ritgerðinni má sjá að íslensk löggjöf varðandi sjúkra- og atvinnuleysisbætur er í samræmi við EES-samninginn. Sömu sögu er ekki að segja um fæðingarorlofsbætur. Þar sem íslensk löggjöf tekur ekki tillit til starfstímabils foreldris í öðru EES-ríki við útreikning á fjárhæð bóta, hafi foreldri ekki unnið á íslenskum vinnumarkaði á ávinnslutímabili, í mánuð hið minnsta. Gera má ráð fyrir að EFTA-dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu í máli gegn Íslandi að þessi framkvæmd samræmist ekki EES-samningnum. Ef ekki væri fyrir reglur sem stuðla að frjálsri för launafólks innan EES, þá fengi launafólk sem nýtir rétt sinn til frjálsrar farar alltaf lakari rétt til almannatryggingabóta en þeir sem vinna aðeins á innlendum vinnumarkaði, þvert gegn tilætlun innri markaðarins um frjálsa för.

  • Útdráttur er á ensku

    Rights of workers vis-à-vis social security in the EEA: Substance and interpretation of Regulation (EC) No 883/2004 on the coordination of social security systems regarding short-term benefits and Icelandic law
    The objective of this thesis is to highlight the rights of workers in the EEA to short-term social security benefits, namely sickness benefits, maternity/paternity benefits, and unemployment benefits, in accordance with Regulation 883/2004, incorporated into the EEA Agreement. As well as exploring whether Iceland has performed in conformity with the EEA Agreement in this regard.
    Free movement of persons and services are discussed in the thesis, as EEA States shall not deprive persons of their social security rights, solely for exercising their fundamental rights. Along with discussion on the scope of Regulation 883/2004, and the importance of its general principles, with reference to the extensive case law of the CJEU and the EFTA Court on the subject. Without coordination of national social security systems within the EEA full realisation of the free movement of persons would be illusory.
    The thesis reveals that the fundamental difference in treatment of unemployment benefits compared to sickness and maternity/paternity benefits is that regarding the latter, EEA States cannot set additional legislative conditions to the Regulation’s rules, unless objectively justified. While provisions regarding the former are considered exceptions, interpreted more strictly, allowing EEA States to set stricter national conditions, such as regarding residence and stay. Showing that the Icelandic legislation, regarding sickness and unemployment benefits is in conformity with the EEA Agreement. The same cannot be said regarding the legislation and allocation rules for maternity/paternity benefits, which preclude the calculation of aggregate average income, if no income has been earned domestically during the calculation period. It can be expected that the EFTA Court will conclude that this is not in conformity with the EEA Agreement. If not for the prevalence of rules which promote free movement of workers, benefits granted to migrant workers would always be inferior to those sedentary, contrary to the intention of the internal market of free movement.

Samþykkt: 
  • 9.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41714


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML-ritgerð-Berta Snædal.pdf737,78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
beidni-um-lokun-BS.pdf443,32 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna