Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41717
Ritgerð þessi fjallar um afleiðingar af brotum á lögum um ársreikninga. Nauðsyn þess að birta réttar upplýsingar fyrirtækja með takmarkaða ábyrgð félagsmanna og annarra félaga sem hafa með höndum atvinnurekstur er fyrir heilbrigðu og gegnsæju atvinnulífi. Stefnubreyting hvað varðar viðurlög við þeirri háttsemi að láta hjá líða að skila ársreikningi fyrir hönd félaga í atvinnurekstri var gerð á árinu 2016. Horfið var frá því að það væri refsivert af hálfu fyrirsvarsmanna að skila ekki ársreikningi í langan tíma og í staðinn skuli félagi slitið. Framangreind afleiðing er sambærileg þeirri leið sem Norðurlöndin hafa beitt til að uppræta félög sem ber að skila ársreikningi í réttu horfi til opinberrar birtingar en gera það ekki innan frests. Ákvæði sem skyldar ársreikningaskrá til að krefjast slita á félagi að loknum fresti vísar til málsmeðferðar samkvæmt öðrum lögum. Leitað var svara við því hvernig unnt væri að samræma ákvæðið að tvennum lögum sem ákvæði um slit félaga að kröfu ársreikningaskrár vísa til. Með sögulegri skoðun og markmiði viðeiganda laga er óvissa um hvernig úrskurður héraðsdómara kann að verða ef ákvæðinu verður framfylgt. Héraðsdómari hefur aldrei úrskurðað eftir kröfu ársreikningaskrár um félagsslit þrátt fyrir að sex ár séu liðin frá því að ákvæðið var sett í lög. Á meðan ársreikningaskrá lætur stjórnsýslusekt fyrir síðbúin skil nægja má búast við því að áfram verði hluti félaga sem fara ekki að lögum um ársreikninga. Samkvæmt rannsókn í þessari ritgerð höfðu 1435 félög ekki skilað ársreikningi 21 mánuði eftir frest vegna rekstarársins 2019. Það er ályktun höfundar að stjórnsýslusekt vegna síðbúinna skila sé allt of lág til þess að hún hafi mikla þýðingu en einnig að á meðan ákvæði um að krefjast beri slita á félagi er ekki framfylgt, þá sé ástæðulaust að bregðast við hótun sem felst í lagabókstaf en er ekki framfylgt.
This thesis deals with the consequences of violations of the Icelandic Annual Accounts Act. The need to publish the correct information on companies with limited liability of members and other companies that run businesses is for a healthy and transparent economy. A change in policy regarding penalties for failing to submit annual accounts on behalf of companies was made in 2016. With a change in policy, it was no longer a criminal offense on the part of representatives to not submit annual accounts for a long time. Instead, the government must demand that the company shall be taken into dissolution. The above policy change is comparable to the approach taken by the Nordic countries to eliminate companies that are required to submit their annual accounts but fail to do so within a deadline. A provision that obliges the Register of Annual Accounts to demand the dissolution of a company at the end of each period refers to a procedure under other laws. An answer was sought as to how the provision could be harmonized into two sections of law to which the provisions on company dissolution, at the request of the Register of Annual Accounts, refer. With the historical opinion and purpose of the relevant law, there is uncertainty about how the district court judge's ruling will be if the provision is enforced. The district court judge has never ruled on the claim of the annual accounts register for company dissolution, despite the fact that six years have passed since the provision was enacted into law. While the Register of Annual Accounts provides for a fine for late submission, it can be expected that some companies that do not comply with the Act on Annual Accounts will continue to exist. According to a study in this dissertation, 1435 companies had not submitted their annual accounts 21 months after the deadline for the 2019 operating year. If the dissolution of a company is not enforced, there is no reason to respond to a threat that consists of a letter of law, but is not enforced.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskal.pdf | 1,45 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |