Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41718
Lyf eru hluti af daglegu lífi margra einstaklinga. Þau hafa mismunandi áhrif eftir gerð og eiginleika þeirra og þar af leiðandi misjafnt hvort og þá hvernig lyfin geta haft áhrif á aksturshæfni. Það er því mikilvægt að almenningur þekki og kunni skil á því hvaða lög og reglur gilda um lyfjatöku og akstur vegna umferðaröryggis.
Í þessari ritgerð er leitast við að svara þeirri spurningu hvenær ökumaður telst óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega þegar lyf eru tekin samkvæmt ráðleggingum læknis og þá hvernig það er metið. Skoðaðir eru dómar Hæstaréttar og Landsréttar sem fallið hafa í lyfjaakstursmálum til þess að greina kyn þeirra brotlegu, hvaða lyf voru tekin og í hvaða magni. Mjög fáir dómar hafa fallið í lyfjaakstursmálum og því er dómarannsóknin ekki tölfræðilega marktæk þrátt fyrir að áhugavert sé að skoða nánar þá níu dóma sem féllu að skilyrðum rannsóknarinnar.
Þá eru einnig skoðaðar ársskýrslur ríkissaksóknara, gögn eru fengin frá ríkislögreglustjóra um fjölda brota í flokki ávana- og fíkniefna og lyfja, sbr. 50. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, borin saman við fjölda ölvunarakstursmála, sbr. 49. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og fjölda brota vegna aksturs undir áhrifum örvandi eða deyfandi efna, sbr. 2. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Þar sem að málum er oft lokið með lögreglustjórasátt, svo sem sektargerð eða sektarmeðferð, var óskað eftir gögnum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til þess að skoða það hvernig mál hjá embættinu voru afgreidd árin 2020-2021.
Drugs are a part of the daily lives of many individuals. Medicines have different effects depending on their type and their properties and therefore if, and if so, how, it can have an effect on driving ability. Therefore it is important that the public knows, and understands, the laws and regulations that apply to medication and driving for road safety.
This thesis seeks to answer the question of when a driver is considered unfit to drive a vehicle when taking medication according to medical advice and then how it is assessed. Judgments of the Supreme Court and the National Court in drug cases were used to analyze the gender of the offenders, which drugs were taken and in which quantities. Very few have been convicted in drug driving cases, so the case study is not statistically significant, although it is interesting to take a closer look at the nine judgments that fell under the scope of the study.
The annual reports of the Office of the Attorney General were also examined, data was obtained from the National Commissioner of Police on the number of offenses in the category of drugs and narcotics Article 50, Traffic Law (Umferðarlög), No. 77/2019, compared with the number of drunk driving cases Article 49, Traffic Law No. 77/2019 and the number of offenses due to driving under the influence of stimulants or narcotics Article 48, Paragraph 2, Traffic Law No. 77/2019. Since cases are often settled directly with the police, e.g. fine or fine treatment, data was sought from the police in the capital area to examine how cases at the office were handled in 2020-2021.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lyfjaakstur Anna Margrét Kristjánsdóttir.pdf | 1,57 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |