is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41722

Titill: 
 • Brottfall viðurlaga : refsibrottfallsástæður og brottfall dæmdra viðurlaga
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Brottfall viðurlaga: Refsibrottfallsástæður og brottfall dæmdra viðurlaga
  Viðfangsefni ritgerðarinnar er brottfall viðurlaga. Ritgerðinni er ætlað að veita innsýn yfir þær ástæður sem geta leitt til þess að brotlegur maður fái fellda niður refsingu sína. Þegar refsing er felld niður, leiðir það ekki til þess að ákærði sé sýknaður, heldur er háttsemin sem höfð er uppi refsiverð samkvæmt lögum, og sá seki er sakfelldur fyrir háttsemina, en það eru ástæður fyrir eða eftir uppkvaðningu dóms sem verða til þess að refsing sé felld niður að einhverju leyti eða öllu.
  Ritgerðin er skipt upp í tvo meginkafla, en það eru refsibrottfallsástæður sem eru fyrir hendi við uppkvaðningu dóms annars vegar og hins vegar þegar brottfall verður á dæmdum viðurlögum, hvort sem það er eftirgjöf refsingar að nokkru leyti eða öllu.
  Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að heimildirnar sem dómstólar hafa í 2. mgr. 74. gr. og 75. gr. hgl. er afar varfærnislega nýttar, áhrif heimildanna ganga iðulega mun skemmra en þær veita rétt til. Dómstólar nýta sér ákvæðin gjarnan þannig að þær verka einungis sem málsbætur innan hinna almennu refsimarka laga eða sérrefsimarka. Þegar dómstólar nýta heimildir til að fella niður refsingu er það gjarnan gert í þeim tilvikum þar sem brot er ekki stórfellt og þau hafa ekki mikil áhrif né eru hættuleg öðrum.
  Brottfall dæmdra viðurlaga er í flestum tilvikum í höndum Fangelsismálastofnunar sem hafa því það veigamikla hlutverk að meta dómþola út frá ástæðum sem gjarnan verða til eftir að dómur hefur fallið. Höfundur telur að það veigamikla vald sem Fangelsismálastofnun hefur með að yfirtaka ákvörðunarrétt dómstóla, um það hvort fangar skuli sitja alla þá refsivist sem ákveðin hefur verið hjá dómstólum, yrði betur varið hjá þeim sjálfum.

 • Útdráttur er á ensku

  The termination of penalties: Reasons for termination and further interpretation
  The topic of this thesis is termination of penalties. The objective of this thesis is to provide an overview of the reasons that may lead to the termination of penalties of a guilty individual. A termination of penalties does not entail acquittal of the guilty individual, as the conduct is punishable by law and the individual has been convicted. However, due to reasons that transpire before or after sentencing, penalties have been terminated to some extent or fully.
  This thesis is divided into two main chapters. The first chapter addresses the reasons for the termination of penalties that are present during sentencing. However, the second chapter focuses on when termination of penalties occurs after sentencing, whether or not it is fully or partially applied.
  The main findings of this thesis are that clearance for termination of penalties, carried out by courts, are utilized in a warily manner. Their effect is generally not fully implemented. Courts usually employ these clauses for mitigating circumstances within the maximum and minimum limits of punishment set by law. When administrations of exercise their authority of terminating penalties, that is frequently done in instances where offences are not major, have not had high impact or caused danger.
  The termination of penalties is, in most cases, in the hands of the Prison and Probation Administration, which have the crucial role of evaluating possible reasons of termination after sentencing. The author of this thesis believes that this authority, which entails overriding the discretionary power of courts of law, should belong to the courts themselves.

Samþykkt: 
 • 9.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41722


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML ritgerð - loka.pdf708.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
arnargautibeidni.pdf414.68 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna