Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/41723
Ritgerðin ber heitið „Græn skuldabréf og sjálfbærir fjármálamarkaðir: Upplýsingaskylda útgefenda grænna skuldabréfa“. Grænum skuldabréfaútgáfum hefur fjölgað verulega undanfarin ár og skipa mikilvægan sess á sviði grænna og sjálfbærra fjármála. Grænum skuldabréfum má líkja við hefðbundin skuldabréf að því undanskildu að útgefandi þeirra skuldbindur sig til að ráðstafa söluandvirði þeirra til verkefna sem snúa að umhverfismálum. Viðfangsefni ritgerðarinnar er að rannsaka umgjörð grænna skuldabréfa með áherslu á hvaða upplýsingaskylda hvílir á útgefendum þeirra. Í því felst einnig rannsókn umgjarðar og staðla fyrir grænar skuldabréfaútgáfur. Þá er einnig kannaður fyrirhugaður staðall Evrópusambandsins fyrir græn skuldabréf.
Í stuttu máli eru helstu niðustöður þær að upplýsingaskylda útgefenda grænna skuldabréfa, sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum mörkuðum, fer eftir ítarlegum kröfum og skilyrðum laga á sviði fjármálamarkaða. Upplýsingaskyldan er virk allt frá undirbúningi frumútboðs bréfanna og eftir að þau hafa verið tekin til viðskipta. Staðlar fyrir grænar skuldabréfaútgáfur, sem settir hafa verið af einkaaðilum, gera einnig ráð fyrir upplýsingagjöf útgefanda. Þar sem staðlarnir eru settir af einkaaðilum og eru þar af leiðandi „markaðsdrifnir“ hefur það í för með sér nokkuð ósamræmi og annmarka í framkvæmd. Niðurstöðurnar varpa ljósi á vandann við markaðsdrifna fyrirkomulagið sem felur í sér skorti á sameiginlegum kröfum til grænna skuldabréfa. Þá dregur það úr skilvirkni markaðarins og trú fjárfesta á græna skuldabréfamarkaði að gagnkvæma tengingu skorti milli lögboðinnar upplýsingaskyldu útgefanda og hinnar ólögbundnu upplýsingagjafar. Grænn skuldabréfastaðall Evrópusambandsins byggir á grunni markaðsdrifna fyrirkomulagsins en stuðlar að ríkari samræmingu á umgjörð og upplýsingaskyldu útgefenda grænna skuldabréfa. Með því að leggja til grundvallar flokkunarkerfi Evrópusambandsins fyrir umhverfislega sjálfbæra atvinnustarfsemi er leitast við að ákvarða hvaða verkefni séu raunverulega græn. Samræmingaráhrif staðalsins koma hins vegar til með að bæta úr ýmsum vanköntum hins markaðsdrifna fyrirkomulags.
The title of the essay is „Green bonds and sustainable financial markets: The disclosure obligation of issuers of green bonds“. Green bond issuance has increased significantly in recent years and has an important role to play in the field of green and sustainable finance. Green bonds can be compared to traditional bonds except that their issuer is obliged to dedicate the proceeds to environmentally friendly projects. The object of the thesis is to address the environment of green bonds with an emphasis on issuers disclosure obligation. It also includes researching standards for green bond issues. Lastly, the proposed EU green bond standard will be addressed.
The main conclusions are that the disclosure obligations of issuers of green bonds that have been admitted to trading on regulated markets comply with detailed requirements of financial market law. The disclosure obligation is active from the time of preparation for the initial public offering and following admission to trading on regulated markets. Standards for green bond issues, which have been established by non-governmental entities, also account for disclosures from the issuer. Due to the standards being market driven it results in some inconsistencies and shortcomings in implementation. The results shed light on the problem with the market-driven standards, which involve a lack of common requirements for green bonds. The lack of interplay between the issuer‘s statutory disclosure obligation and the disclosure provided in the market driven standards, reduces the efficiency of the green bond market and investors‘ confidence therein. The European green bond standard is based on the foundation created by the market driven standards but provides greater harmonization of the framework for green bonds and disclosure obligations for green bond issuers. By using the EU taxonomy for environmentally sustainable economic activities it is made possible to ascertain which projects are truly green. The harmonizing effect will further alleviate various shortcomings of the current market driven system.