Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41746
Félagskvíði er algeng kvíðaröskun sem hefur veruleg áhrif á lífsgæði einstaklinga sem glíma við hana. Félagskvíði lýsir sér í því að manneskja hræðist eða forðast sumar félagslegar aðstæður. Sýndarveruleiki er tækninýjung sem gæti nýst í meðferðum við kvíðanum, með því að herma eftir kvíðavaldandi aðstæðum í sýndarveruleika með sýndarveruleikapersónum. Í þessari skýrslu er fjallað um rannsókn sem skoðaði hvort umhverfi í sýndarveruleika geti vakið upp félagskvíða í einstaklingum og hvernig mætti nýta þau til að hjálpa einstaklingum með kvíðaröskunina að takast á við hana. Eftirfarandi rannsóknarspurningum var svarað: Hvernig má nýta sýndarveruleika til meðferða við félagskvíða? Hvernig má á einfaldan hátt færa notanda milli sýndarveruleikaumhverfa úr annarri tölvu? Þrjú sýndarveruleikaumhverfi voru þróuð, tvö með því markmiði að kalla fram félagskvíða hjá notendum þeirra og það þriðja með hlutlausum aðstæðum. Notendaprófanir með 10 þátttakendum sýndu fram á að annað af þeim umhverfum sem ætlað var að vekja upp kvíða, vakti upp kvíðatilfinningar á meðan notendur voru staddir í því. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að sýndarveruleiki gæti reynst gagnlegt tól í meðferðum við félagskvíða þar sem einstaklingar eru látnir takast á við kvíðavaldandi aðstæður í sýndarveruleika.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskyrsla-Syndarveruleiki_sem_medferd_vid_felagskvida.pdf | 4.77 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |