is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4175

Titill: 
  • Ábyrgð Vesturlanda. Berum við ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íbúar á Íslandi eru um 300 þúsund talsins. Við búum hér við velmegun og erum oft álitin vera ánægðasta ríki veraldar. En í okkar stóra heimi býr yfir 6 milljarðar manna og allt of stór hluti íbúa jarðar búa við fátækt og hungursneyð, deyja af völdum sjúkdóma sem vel er hægt að lækna og búa við þannig aðstæður sem íbúar Íslands þekkja ekki heima fyrir. Þessi ójafna skipting veraldlegra gæða kallar á frekari skoðun á eðli ábyrgðar okkar Vesturlandabúa. Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er hvort einstaklingar beri ábyrgð á að hjálpa fólki í þriðja heiminum og einnig hvort að ríki Vesturlanda beri samskonar ábyrgð. Ábyrgðarhugtakið er snúið og mun vera skoðað ítarlega. Einnig þarf að velta upp spurningunni hvort að heil ríki geti verið ábyrg eða hvort það sé einungis á færi einstaklinga. Þekktustu kenningar siðfræðinnar verða skoðaðar. Stiklað verður á stóru um hugmyndir fornaldarheimspekingsins Aristóteles um ábyrgð en siðfræði Immanuels Kant og nytjastefna Johns Stuarts Mill munu vera í aðalhlutverki. Þessar kenningar eru veigamiklar þegar siðferði einstaklingsins er skoðað. Til hliðsjónar við siðfræðikenningarnar munu skrif Onoru O´Neill og Peters Singer vera til umfjöllunnar. Þegar spurningunni um ábyrgð ríkja er velt upp er kenningin um kosmopolitanisma, úr skrifum Nigel Dower, sett í sviðsljósið og mótrökum þjóðernishyggjunnar lýst.
    Skoðun þessara kenninga um ábyrgð Vesturlanda, einstaklinga og ríkja, leiðir í ljós eðli ábyrgðar okkar og sýnir fram á að þó ekki sé hægt að skylda fólk og ríki til að hjálpa bágstöddum, er hægt að vekja athygli á ástandi heimsins og benda á þá ábyrgð sem fylgir því að vera frjáls manneskja í hinum stóra heimi.

Samþykkt: 
  • 30.12.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4175


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
loka_fixed.pdf355.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna