is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41759

Titill: 
 • Fasteignamarkaður á Norðurlöndunum : samanburður á íslenskum og erlendum fasteignamarkaði 2011-2020
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessa verkefnis er að skoða verðþróun á fasteignamarkaði fimm norðurlanda á tímabilinu 2011-2020. Löndin eru Danmörk, Ísland, Svíþjóð, Noregur og Finnland. Skoðað var hver þróun fasteignaverðs hefur verið í hverju landi fyrir sig á tímabilinu og einnig skoðaðir helstu áhrifaþættir á myndun fasteignaverðs. Þeir þættir sem voru sérstaklega skoðaðir eru framboð og eftirspurn, laun, mannfjöldi, vextir, byggingakostnaður, atvinna og skoðað hvaða áhrif þessir þættir höfðu á þróun fasteignaverðs á tímabilinu. Fjallað var almennt um árin á undan í tengslum við húsnæðisverð og áhrif fjármálahrunsins 2008 á þróun næsta áratugs. Þau lönd sem voru skoðuð eru talsvert ólík, meðal annars hagkerfin, stærð og hvert þeirra með sínar reglur og áherslur í húsnæðismálum. Í löndunum er mismikil áhersla lögð á að fólk eignist sitt eigið húsnæði og leigumarkaðir landanna er misþróaðir og missterkir. Til að komast að niðurstöðu, var gerður samanburður á millilandanna sem byggður var á þeim áhrifaþáttum sem voru lagðir til grundvallar.
  Helstu niðurstöður:
  Raunvirði íbúðarhúsnæðis hækkaði mikið á tímabilinu, vextir lækkuðu og fólksfjölgun var töluverð í löndunum á tímabilinu. Á Íslandi um 40%, í Svíþjóð um 33% en einungis 2,8% í Finnlandi og í Noregi og Danmörku á milli 20-30%. Mestu sveiflur voru á Íslandi og í Svíþjóð og miklar sveiflur gefa vísbendingu um óstöðugleika og er því líklega ekki besti kosturinn til að fjárfesta, sérstaklega ekki fyrir fyrstu kaupendur. Í Danmörku er lánamarkaður nokkuð opinn og vextir lágir en dönsk heimili eru mjög skuldsett og hæst í samanburðarríkjum OECD. Noregur hafði mesta stöðugleikann í samanburðinum miðað við þá þætti sem skoðaðir voru og því besta landið til að kaupa sér húsnæði. Jafnvel þó að öll löndin hafi sína kosti og galla, þá er öruggast að leitast eftir við að fjárfesta í heimili þar sem stöðugleikinn er mestur.
  Lykilorð: Framboð og eftirspurn, vextir, stöðugleiki, mannfjöldaþróun og atvinnustig.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this project is to examine the real estate market of five Nordic countries in the period of 2011-2020. The chosen countries are Denmark, Iceland, Sweden, Norway and Finland. The project is to analyze the development of real estate prices in each country in the given time period and the main factors that influence real estate prices examined. The factors specially examined were supply and demand, wages, population, interest rates, building cost, employment levels and extimated the influence these factors had on the real estate price devolopment in the time period. The history of the economics situation the years before selected period will be taken into the account and the infuence the financial crises 2008 had on the development the years after. The countries in the comparison diverse for example regarding economic systems, size and the rules and regulationss on the real estate market. It diverces as well how much emphasis the countries have on people having their own house and how the rental market works. To conclude, a comparison will be made between the countries based on the factors examined. Main results: Real estate market went up tromendeusly, interest rates went down and population grew in each of the countries in the time period. In Iceland the price went up by 40%, in Sweden 33% but only 2,8% in Finland and in Norway and Denmark between 20-30%. The most fluctations were in Iceland and Sweden and high fluctations usually mirror unstability, so likely not the best countries to invest, secially not for a first buyer. In Denmark the loan market is quite open and interest rates low but Danish household debts are very high and the highest within the OECD countries. Norway was the most stable country when looked at factors and the best country to buy real estate. Even though each country has its positives and negetives, it is safest to choose stability when you are investing in a home.

Samþykkt: 
 • 13.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41759


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bsclokaverkefni-emblahallfridar-LOKAundirritad.pdf891.28 kBLokaður til...01.04.2050ÚtdrátturPDF

Athugsemd: Lokuð ritgerð