Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41763
Þessi ritgerð fjallar um rafmyntir og tekur á því hvort það séu einhvern tengsl á þjóðfélagsstöðu þeirra einstaklinga sem að eiga rafmyntir. Einnig er athugað hvenær það fór þessa leið til þess að fjárfesta og hvað leiddi til þess að byrja fjárfesta með rafmyntir. Framkvæmd var megindleg rannsókn þar sem sett var fram opin rannsóknarkönnun og einnig var sett fram eigindleg könnun þar sem tekin voru viðtöl við einstaklinga sem eru í mismunandi þjóðfélagsstöðu sem höfðu tekið þátt í megindlegu rannsókninni og var fengið viðmælendur sem eru í mismunandi stöðu á vinnumarkaði. Markmið rannsóknarinnar var að svara rannsóknarspurningunni:
Hefur þjóðfélagsstaða áhrif á að rafmyntir séu keyptar?
Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að þjóðfélagsstaða hefur áhrif á það að eiga rafmynt, en þeir sem eru atvinnurekendur, í fullu starfi, í hlutastarfi og í námi eru líklegri til þess að eiga rafmyntir og nota rafmyntir sem fjárfestingartækifæri, frekar en þeir sem eru atvinnulausir, öryrkjar og fyrir utan vinnumarkað. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að það er mikil bjartsýni yfir framtíðarsýn rafmynta. Það kom einnig fram að þó að rafmyntir geti verið slæmar fyrir umhverfið að þá er hið hefðbundna bankakerfi ekki mikið skárra. Samhljóða niðurstaða viðmælenda var þó að rafmyntum er stjórnað af mörgum dreifðum þátttakendum en ekki einu miðlægu valdi.
Lykilorð: Rafmyntir, Bitcoin, þjóðfélagsstaða, fjárfesting
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hugrún Hildur - BS, FINALBABY, PDF.pdf | 989.32 kB | Lokaður til...30.04.2100 | Heildartexti |