is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41764

Titill: 
 • Afkoma eftir starfslok : athugun á hvernig hægt er að hafa áhrif á afkomu eftir starfslok
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerðir verður farið í yfirferð á lífeyriskerfinu á Íslandi og skoðaðar verða þrjár stoðir þess ásamt öðrum sparnaðarleiðum sem hægt er að nýta sér til þess að drýgja tekjur eftir starfslok. Upplýsingagjöf ásamt aðgengi að upplýsingum og samanburður er verulega ábótavant innan lífeyriskerfisins á Íslandi en með hækkandi lífaldri er aukin krafa um að einstaklingar kynni sér lífeyrismál sín vel, til þess að eiga möguleika á að hafa áhrif á hverjar tekjur þeirra verða við starfslok. Almennt er hægt að gera ráð fyrir að einstaklingar lifi lengur eftir starfslok í dag en það gerði áður og þarf sparnaður því að duga honum lengur.
  Markmið ritgerðarinnar er fyrst og fremst að skoða hvort og þá hvernig einstaklingur getur haft áhrif sjóðsuppsöfnun sína hjá lífeyrissjóðum og á afkomu eftir starfslok en einnig verður reynt að upplýsa einstaklinga um það hvað þarf að hafa í huga þegar kemur að lífeyriskerfinu og sparnaði almennt.
  Helstu niðurstöður eru að einstaklingar geta haft einhver áhrif sjóðsuppsöfnun sína hjá lífeyrissjóðum og á það hverjar tekjur þeirra verða eftir starfslok. Einstaklingur getur haft áhrif á sjóðsuppsöfnun sína með því að greiða 2% eða 4% af heildaratvinnutekjum sínum í viðbótarlífeyrissparnað og skilar hærra hlutfall sér í hærri sjóðsuppsöfnun. Einnig getur einstaklingur óskað eftir að 3,5% umframiðgjald skyldusparnaðar sé greitt í tilgreinda séreign fremur en í samtryggingarsjóð en peningar í tilgreindri séreign eru ávaxtaðir sér og getur einstaklingur átt von á hærri raunávöxtun þar en í samtryggingarsjóði. Einstaklingur getur valið um ávöxtunarleiðir viðbótarlífeyrissparnaðar og tilgreindrar séreignar eftir því hver hans markmið eru en hærri ávöxtun getur einnig fylgt hærri áhætta.
  Einstaklingur getur haft áhrif á afkomu eftir starfslok með því að dreifa greiðslum úr viðbótarlífeyrissparnaði og tilgreindrar séreignar á mislangt tímabil og þannig hækkað eða lækkað tekjur sínar á milli tímabila eins og hentar honum best.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis will evaluate the pension system in Iceland and examine its three pillars, as well as other possible methods of savingsthat can supplement income upon retirement. The provision of information as well as access to information and comparisons is considerably inadequate within the Icelandic pension system. With increasing life expectancy, there is an increased demand for individuals to familiarise themselves with their pension status early in working life, to be able to influence their income upon retirement. In general, it is possible to assume that individuals today will live longer upon retirement than they did before, and therefore, savings will need to be sufficient to last for a longer period. The goal of this thesis is first and foremost to examine whether and how an individual can influence their deposit accumulation in pension funds and their post-employment financial standings. Furthermore, attempting to enlighten individuals about what to keep in mind when it comes to the pension system and savings in general. The main results show that individuals can have some influence on their accumulation of funds in pension funds and therefore what their income will be upon retirement. An individual can influence their fund accumulation by paying 2% or 4% of their total earned income into supplementary pension savings, and with the higher percentage will return a higher fund accumulation. An individual with a wage agreement between ASI and SA can also request that 3.5% of the mandatory pension savings is paid into a specified private account rather than into a mutual pension fund, but deposits in a specified private account are remunerated and therefore can yield a higher effective interest rate return than in the mutual pension fund. An individual can choose different return options for the supplementary pension savings and the specified private account depending on his or her goals, but a higher return can also be linked with a higher risk. An individual can influence their earnings upon retirement by distributing payments from the supplementary pension savings and the specified private account over different periods of time, thus increasing or decreasing their income between periods as best suits them

Samþykkt: 
 • 13.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41764


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - Helena H. Jacobsen.pdf996.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna