Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41769
Í þessari ritgerð var farið yfir stafræna markaðssetningu, hvað það þýðir að starfa sem áhrifavaldur og fræðst var um samstarfið milli þeirra og fyrirtækja. Hér á landi gilda mörg lög og reglur um stafræna markaðssetningu og hefur það oft á tíðum skapað heitar umræður. Áhrifavaldar njóta þeirrar einstöku stöðu að vera aðilar sem eru með stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum og eiga því auðvelt með að hafa áhrif á kauphegðun fólks þegar þeir fjalla um ákveðna vöru eða þjónustu.
Í þessari ritgerð var gerð rannsókn á því hvort starfsemi þessarar starfstéttar sé nógu vel afmörkuð í þeim lögum og reglum sem gilda á Íslandi. Tekin voru viðtöl við þrjá áhrifavalda og þrjú fyrirtæki til þess að hjálpa til við gerð rannsóknarinnar. Áhrifavaldar sem tekin voru viðtöl við höfðu farið í samstarf við fyrirtæki og var gerður samningur um það hvernig áhrifavaldurinn auglýsir vöruna fyrir fyrirtækið. Fyrirtæki og áhrifavaldarnir þurfa að passa upp á að þau fylgi öllum reglum og lögum í svona samstarfi. Rannsakað var hvernig áhrifavaldar sækjast eftir samstarfi við fyrirtækin eða hvort fyrirtæki séu meira að hafa samband við þá um samstarf. Athugað var hvernig greiðslur fóru fram fyrir samstarfið og hvort fyrirtækin og áhrifavaldar séu sammála um hver besta leiðin sé við innheimtu á tekjunum. Einnig var komist að því hvort áhrifavöldum og fyrirtækjum finnist skýrt í lögum og reglum um hvernig samstarfið á að vera og athugað var hvort áhrifavöldum finnist það skýrt hvernig skila eigi framtali þeirrar vinnu eins og t.d. gjafir sem þau fá frá fyrirtækjum. Fyrirtækin sem tekin voru í viðtal voru einnig spurð að því hvernig þau meta ávinningin við það að fá áhrifavald til þess að auglýsa vöru og/eða þjónustu.
Rannsóknarspurningin sem rannsakandi leitaðist við að svara var: Hvernig er samstarfi áhrifavalda og fyrirtækja háttað? Til að svara rannsóknarspurningunni sem best voru settar fram undirspurningar:
Hvað segja lög og reglugerðir um samstarf milli áhrifavalda og fyrirtækja?
Með hvaða hætti fer greiðsla fram fyrir samstarfið milli áhrifavalda og fyrirtækja?
Hvernig meta áhrifavaldar og fyrirtæki ávinninginn af samstarfi ?
Niðurstöður bentu til þess að áhrifavaldar og fyrirtæki fannst lög og reglurgerðir um starfstéttina fremur óskýr og þá sérstaklega þegar þetta starf var var að hefjast hér á landi. Af þeim viðtölum sem rannsakandi tók þá voru fyrirtækin duglegri að sækjast í samstarfið frekar en áhrifavaldar enda tóku fyrirtækin öll fram að ávinningurinn við það að fá áhrifavald í samstarf sé mun meiri en að henda út auglýsingu á samfélagsmiðlana sína eða aðra miðla. Áhrifin séu gríðarleg og salan rjúki upp þegar áhrifavaldar auglýsa vöru/þjónustu þeirra. Það var mikilvægt fyrir bæði fyrirtæki og áhrifavald að velja sér samstarf sem höfðaði til þeirra. Áhrifavaldur vildi ekki auglýsa vöru sem passaði ekki inn á þeirra miðil og fyrirtæki vildu ekki velja áhrifavald til þess að auglýsa þeirra vöru og/eða þjónustu ef vörumerkið passaði ekki inn á þeirra miðil.
The pupose of this assignment was to look at how the collaboration between influencers and companies is structured on the Social media. Cooperation between companies and influencers has increased significantly in the last decade. With the advent of the new Social media technology, marketing is changing and consumers are more open to new and unconventional ways of marketing. The aim of the dissertation is to examine how this collaboration is structured and whether they feel it is a well-defined profession in Iceland. The researcher intends to review the theoretical chapter on social media marketing, what it is to be an influencer and the types of social media that are popular in Iceland. The resercher will also review the laws and regulations that come with advertising products on social media. Three influencers were interviewed and asked about their collaboration. How they seek collaboration or whether companies seek them out more. Also how they like to be paid for their work and whether they think the laws and rules are clear concerning advertising products and if they think there is a lot of monitoring or supervision on behalf of the authorities Three companies were also interviewed and asked similar questions. How they seek cooperation with the influencer, how they find the optimal co-operation and how they perfer to pay for their services. The resercher also asked the companies how they evaluate the benefits of gaining influence in advertising their product/service on their social media compared to advertising on other medias.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Samstarf fyrirtækja og áhrifavalda.pdf | 594,2 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |