is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41770

Titill: 
 • Áhrif auglýsinga og samfélagsmiðla á ungmenni
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í gegnum árin hafa miklar tækniframfarir átt sér stað og samhliða þeim hefur Internetið þróast. Netnotkun einstaklinga hefur aukist og svokallaðir samfélagsmiðlar hafa átt stóran þátt í lífi ungmenna síðustu árin. Samfélagsmiðlarnir Facebook, Snapchat, Instagram, TikTok og Youtube hafa notið mikilla vinsælda, sér í lagi hjá kynslóð Z. Aukin vitundarvakning um andlega líðan ungmenna í tengslum við notkun þeirra á samfélagsmiðlum hefur orðið og má með sanni segja að sú vakning sé af hinu góða.
  Markmið þessarar ritgerðar var að kanna áhrif samfélagsmiðla og auglýsinga á sjálfsmynd ungmenna. Höfundur aflaði upplýsinga úr fræðigreinum og kennslubókum á sviði markaðssetningar. Höfundur framkvæmdi rýnihópaviðtal við foreldra barna á aldrinum 10-18 ára og setti fram spurningakönnun til að ná til ungmenna á aldrinum 18-25 ára. Sá aldurshópur sem um ræðir endurspeglar kynslóð Z samkvæmt fræðunum.
  Helstu niðurstöður rannsóknar gefa vísbendingar um að neikvæð áhrif auglýsinga og notkun samfélagsmiðla fari dvínandi samhliða aukinni fræðslu um þær hættur sem þar kunna að leynast. Einnig benda niðurstöðurnar til þess að jafningjaáhrif séu sterkust hvað varðar áhrif á sjálfsmynd ungmenna.

 • Útdráttur er á ensku

  Through the decades, great technological advances have taken place and along with them, the Internet has evolved. The use of the Internet by individuals has increased and so-called social media has played a large part in young people‘s lives in recent years. Social media such as Facebook, Snapchat, Instagram, TikTok and Youtube have enjoyed great popularity, especially among Generation Z. The awareness of young people‘s mental well-being in connection with their use of social media has increased which can truly be said to be of benefit. The aim of this dissertation was to examine the effects of social media and advertising on young people‘s self-image. The author obtained information from marketing disciplines and textbooks. In addition, the author conducted a focus group interview with parents of children between 10 and 18 years of age and carried out a questionnaire to reach young people between 18-25 years of age. The age group in question reflects Generation Z according to the theories. The main results of the study indicate that the negative effects of advertising and the use of social media are diminishing due to increased education about the possible dangers behind it. It was also stated that the peer pressure influences young people‘s self-image the most.

Samþykkt: 
 • 13.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41770


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif auglýsinga og samfélagsmiðla á ungmenni.pdf2.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna