is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41774

Titill: 
  • Framtíðin er græn : hvaða þættir hafa áhrif á kaup neytenda á grænum vörum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Neytendur eru í auknum mæli að verða meðvitaðri um umhverfismál og hvaða áhrif þeir hafa á umhverfið. Margir neytendur átta sig á því að núverandi neyslumynstur hefur slæm áhrif á umhverfið og eru meðvitaðir um hvað þeir geti lagt af mörkum til umhverfisins. Þess vegna velja neytendur frekar grænar vörur og vörur sem hafa ekki skaðleg áhrif á umhverfið. Það skiptir máli að markaðsmenn viti hvað neytendur vilja og vegna aukins áhuga neytenda á grænum vörum er mikilvægt að markaðsmenn viti hvaða þættir skipta þá mestu máli þegar þeir kaupa grænar vörur. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða þættir hefðu áhrif á kaup neytenda á grænum vörum og hvaða þættir skipta þá mestu máli. Gerð var megindleg rannsókn í formi spurningakönnunar til að kanna hvaða þættir hefðu mest áhrif á kaup neytenda á grænum vörum. Niðurstöður rannsóknar gefa til kynna að neytendur sem kaupa grænar vörur séu að leita að gæðum, endurvinnanlegum umbúðum, upplýsingum um hvernig varan er framleidd og vilja að fyrirtækið sem selur vöruna sé samfélagslega ábyrgt. Niðurstöður rannsóknar sýna einnig að áhrifaríkasta leiðin til að ná til neytenda þegar verið er að auglýsa grænar vörur er með því að setja fram trúverðugar upplýsingar sem hægt sé að styðja með áreiðanlegum upplýsingum. Að lokum leiddu niðurstöður í ljós að flestir þátttakendur voru sammála um að neytendur muni enn frekar velja grænar vörur fram yfir aðrar vörur í framtíðnni og þess vegna er mikilvægt að rannsaka græna markaðssetningu og græna neytendahegðun enn betur.

  • Útdráttur er á ensku

    Consumers are becoming increasingly aware of environmental issues and their impact on the environment. Many consumers realise that current consumption patterns have a detrimental effect on the environment and are aware of what they can contribute to the environment. Therefore, consumers prefer green products and products that do not harm the environment. It is important for marketers to know their consumers‘ needs and wants because of the growing interest in green products. It is also important that marketers know which factors are most important to consumers when purchasing green products. The aim of this study was to examine which factors influence consumers‘ purchases of green products and which factors are most important to them. A quantitative study was conducted in the form of a questionnaire to examine which factors had the most significant impact on consumers‘ purchases of green products.
    The results of the study indicate that consumers who buy green products are looking for quality, recyclable packaging, information about the production of the product, and want the company that sells the product to be socially responsible. The results of the study also show that the most effective way to reach consumers when advertising green products is by presenting credible information that can be retrieved with reliable information. Finally, the results showed that most participants agreed that consumers will prefer green products more than other products in the future and therefore, it is important to study green marketing and green consumer behaviour even more.

Samþykkt: 
  • 13.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41774


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc. Svava Rún Sturludóttir.pdf1.83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna