is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41777

Titill: 
 • Lággjaldaflugfélög taka flugið : greining á rekstrarmódeli lággjaldaflugfélaga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Reglulega koma fram á sjónarsviðið ný lággjaldaflugfélög, sum þeirra ná festu og stunda öfluga starfsemi í mörg ár en önnur stoppa stutt við og eru horfin á braut jafn fljótt og þau urðu til. Það eru margir þættir sem geta orsakað stutta viðveru flugfélaga.
  Meginmarkmiðið þessara flugfélaga er að lágmarka kostnað en vera á sama tíma sýnileg neytendum og byggja upp trausta vörumerkjaímynd. Ákveðið viðskiptamódel sem fundið var upp af bandaríska flugfélaginu Pacific Southwest Airlines (PSA) og síðar fullkomnað af Southwest Airlines hefur verið kennt við lággjaldaflugfélög. Markmiðið með þessari skýrslu er að skyggnast inn í lykilþætti rekstrarmódels lággjaldaflugfélaga og hvernig þeir hafa áhrif á rekstur þeirra. Einnig voru lággjaldaflugfélögin Iceland Express, Wow Air og Play skoðuð út frá þeim lykilþáttum sem snerta rekstur þeirra. Fyrirliggjandi gögn í formi fréttaefnis tengdu íslenskum lággjaldaflugfélögum, kennslubóka í flugrekstri og greina sem finna má í gagnasöfnum líkt og Google Scholar og ProQuest voru rannsökuð. Einnig fengust svör frá lykilstarfsmönnum í lággjaldafluggeiranum á Íslandi. Markmiðið var að skoða hvað það er sem gerir lággjaldaflugfélögum kleift að bjóða lægri verð en fullþjónustuflugfélög og hvort íslensku lággjaldaflugfélögin hafi fylgt sama rekstarmódeli og önnur árangursrík lággjaldaflugfélög.
  Helstu niðurstöður eru að kostnaðaraðhald og aðgreining lággjaldaflugfélaga gerir þeim kleift að bjóða lægri verð heldur en fullþjónustuflugfélög. Einnig komu í ljós frávik frá rekstrarmódelinu þegar kom að íslensku lággjaldaflugfélögunum. Lega landsins hentar einstaklega vel fyrir tengiflug milli Evrópu og Norður-Ameríku en tengiflug eru að öllu jöfnu ekki kennd við lággjaldaflugfélög. Einsleitni flugvélaflota er mikilvæg en sú var ekki raunin í öllum tilfellum sem rannsökuð voru. Dæmi komu fram um rekstur félaganna á ferðaskrifstofum og þjónustufyrirtækjum en það stangast á við rekstrarmódel lággjaldaflugfélaga. Mikilvægt er að lággjaldaflugfélög bjóði upp á einsleita vöru og þjónustu en sú var ekki raunin hjá öllum.
  Lykilorð: Lággjaldaflugfélög, Flugrekstur, Viðskiptafræði, Viðskiptamódel, Markaðsfræði.

 • Útdráttur er á ensku

  With every passing year we see an increasing number of low cost airlines come into view, some of them will be here for years to come, however, some of them will cease to exist fairly early in their lifecycle and disappear from our eyes as quickly as they appeared.
  There are many factors that can cause a short presence of these airlines, the main goal for them is to lower the cost but at the same time be visible to the consumers and build brand loyalty. A specific business model invented by the airline Pacific Southwest Airlines (PSA) and later perfected by Southwest Airlines has long been linked with low cost airlines. The objective of this thesis is to look into the key factors of the low cost airline business model and how these factors influence they´re operation. In addition the low cost carriers, Iceland Express, Wow Air and Play, were analyzed based on those key factors. Existing data in the form of textbooks in airline operations and articles that can be found in databases such as Google Scholar and ProQuest were researched. Responses were also received from key employees in the low cost carrier sector in Iceland. The aim was to examine what enables low cost carriers to offer lower prices than full service carriers and whether the Icelandic low cost carriers have followed the same operating path as other successful low cost carriers.
  The main conclusions are that cost control and differentiation of low cost carriers allows them to offer lower prices than full service carriers. Deviations from the operating model were also revealed when it came to the Icelandic low cost carriers. Iceland´s location is particularly suitable for connecting flights between Europe and North America, but connecting flights are generally not associated with low cost carriers. The homogeneity of the aircraft fleet is important, but this was not the case in all the cases studied. There were examples of the companies operating travel agencies and their own service companies, but this contradicts the operating model of low cost carriers. It is important that low cost carriers offer homogeneous goods and services, but this was not the case for all the airlines studied.
  Keywords: Low cost carriers, Aviation operations, Business, Business models, Marketing.

Samþykkt: 
 • 13.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41777


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni TAJ Lokaskil.pdf855.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna