Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41780
AGR Essentials Support Portal er þjónustugátt sem veitir þjónustuaðilum AGR Essentials betri yfirsýn yfir kerfi viðskiptavina og auðveldar þeim að tengjast kerfum þeirra. AGR Essentials er fjöl-viðskiptavina skýjalausn (e. multi-tenant cloud solution) sem er að slíta barnskóm sínum en með auknum fjölda viðskiptavina er aukin þörf fyrir tól sem veitir þjónustuaðilum AGR Dynamics greiðari aðgang að kerfum þeirra. Tólið er þjónustugátt sem er byggð upp á lausbundnum þjónustum og því eru snertifletir við önnur kerfi vel skilgreindir. Verkefnið felur í sér að útfæra innskráningarferli og notendaviðmót fyrir þjónustugáttina og ferli svo hægt sé að fá skammtíma þjónustuauðkenni sem veitir leyfi fyrir innskráningu í AGR Essentials kerfi viðskiptavinar. Þá er haldin skrá yfir allar innskráningar sem er sýnileg notendum þjónustugáttarinnar. Þjónustugáttin tekur einnig saman upplýsingar um villur í AGR Essentials kerfum hvers viðskiptavinar og sýnir þær á myndrænan hátt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Notendahandbok.pdf | 1.02 MB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna | |
Rekstrarhandbok.pdf | 264.95 kB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna | |
AGREssentialsSupportPortal_Lokaskyrsla.pdf | 8.93 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |