is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41786

Titill: 
  • Tæknivæðing bolfiskvinnslu : hráefnisþörf bolfiskvinnslu til að réttlæta fjárfestingu í vatnsskurðarvél og samvalsflokkara
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Undanfarin ár hafa miklar tækniframfarir verið í vinnslu á bolfiski. Þá hafa útgerðarfyrirtæki séð hag sinn í að fara í miklar fjárfestingar til að sjálfvirknivæða vinnslurnar sínar.
    Markmið þessa verkefnis er að áætla magn slægðs þorsks sem þarf að vinna úr á ársgrundvelli til að réttlæta fjárfestingu í vatnsskurðarvél og samvalsflokkara. Verkefnið er unnið í samstarfi við þrjú útgerðarfyrirtæki sem hafa innleitt þessar vélar í sínum bolfiskvinnslum á síðastliðnum árum. Gagna var aflað varðandi verð ýmissa flakaafurða yfir fimm ára tímabil og þannig var reiknuð vænt aukning á árlegri verðmætasköpun á hvert tonn hráefnis fyrir þetta tímabil. Til þess að reikna út það magn þorsks sem þarf var gerð hrein núvirðisgreining (NPV). Við úrvinnslu núvirðisgreiningarinnar voru fengnar upplýsingar um kostnað slíkra véla, árlegan rekstrarkostnað, afskriftartíma þeirra og ávöxtunarkröfu.
    Með slíkum fjárfestingum undanfarin ár hafa fjársterkari útgerðarfyrirtæki náð aukinni hagkvæmni í sínum fiskvinnslum og á sama tíma skapað sér samkeppnisforskot gegn minni fyrirtækjum og rekstur minni fyrirtækja orðinn erfiðari fyrir vikið. Hagnýtt gildi þessa verkefnis felst í því að fyrirtæki sem hafa tiltölulega lítinn þorskkvóta gætu ákveðið að taka slaginn og fjárfesta í þessum vélum og stundað hagkvæmari rekstur útgerðarfyrirtækis fyrir vikið, og er þetta verkefni sniðið að slíkum fyrirtækjum.
    Niðurstöður verkefnisins sýna að kostnaður við kaup á vélum, rekstrarkostnaður þeirra og hlutfall hnakka af flakavinnslu fyrir innleiðingu vatnsskurðar séu þeir þættir sem hafa mestu áhrif á magnið af þorski sem þarf til að réttlæta slíka fjárfestingu.

  • Útdráttur er á ensku

    A lot of progress has been made in the technological advancement of fish processing in recent years and as a consequence, many vertically integrated seafood companies have decided to invest substantial amounts of money in equipment that automates the processing of their fish.
    The aim of this study is to assess the quantity of gutted cod needed to process each year, in order to pay off an investment in a water-jet cutter and a portion grader. There were three fresh fish processors who helped with this study by giving up information about their investments in a water-jet cutter and a portion grader from either Marel or Valka. These three processing companies all have in common that they installed this equipment in their processing plants in the recent 6 years.
    Data was collected regarding historical prices of cod fillet products for the past 5 years with the goal of estimating the possible increased revenue for fish processors who invest in this equipment. To estimate the annual quantity of cod needed to pay off this investment, an NPV analysis was done.
    Seafood companies have been able to increase their profit margin in recent years using automation equipment and have created for themselves a competitive advantage against smaller processors who cannot afford the investment. This study will hopefully serve as a motivation for these smaller fish processors to invest in these types of high tech equipment and make their companies more profitable.
    The results of this assignment showed that the factors that have the most effect on the annual quantity needed are the initial cost of the investment, the cost of maintaining the equipment and the ratio of loins to fillets before the investment.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 01.06.2030
Samþykkt: 
  • 13.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41786


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tæknivæðing bolfiskvinnslu.pdf1.11 MBLokaður til...01.06.2030HeildartextiPDF