Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41790
Loftslagsbreytingar kalla eftir aðgerðum til að bregðast við og takast á við loftslagsvánna sem vakir yfir þjóðum heimsins. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sett fram samfélagsstefnu sem stefnir að því að standa vörð um lífríki sjávar og vernda umhverfið. Stefnan miðar að því að draga úr olíunotkun í sjávarútvegi, fara í orkuskipti fiskiskipa og lágmarka kolefnisfótspor sjávarútvegsfyrirtækja. Sjávarútvegsfyrirtæki innan vébanda SFS hafa tekið þátt í þessari stefnu og er Síldarvinnslan eitt af þeim fyrirtækjum. Verkefnið var unnið í samstarfi við Síldarvinnsluna í Neskaupstað og lagt var upp með því að gera kolefnisfótsporsgreiningu á síldarafurð í gegnum veiðar, vinnslu, og flutning erlendis. Markmið verkefnisins er að greina hvert kolefnisfótspor roðlausra síldarflaka hjá uppsjávarskipum Síldarvinnslunar sé.
Niðurstöður verkefnisins sýndu að kolefnisfótspor fyrir roðlaus síldarflök var 0,25 kg CO2-ígildi/kg roðlaus síldarflök. Einnig að flutningsleið með frystiflutningsskipi hafði minni losun heldur en að flytja vöruna í gámum erlendis. Flutningur vóg mest við útreikning á kolefnisfótsporinu og var um 68%, vinnslan var um 6% og veiðarnar voru um 26% af heildar kolefnisfótsporinu. Þessi niðurstaða reyndist vera talsvert lægra kolefnisfótspor í samanburði við aðrar rannsóknir, t.d. á heilfrosinnar síldar sem flutt var Úkraínu frá Noregi var 1,1 kg CO2-ígildi/kg afurð.
Veiðarnar í þessu verkefni voru stundaðar mjög skammt frá landi og því stutt í vinnslu með aflann frá miðunum. Er því ekki mikil veiðisókn á bakvið hvert kíló af síld til vinnslu í Neskaupstað. Rannsóknir hafa sýnt að olíunotkun er bróður parturinn af kolefnisfótspori veiðanna, oft milli 70 og 80% af heildinni
Lykilorð: Kolefnisfótspor, sjávarútvegur, hnattræn hlýnun, síld, roðlaus síldarflök.
Climate change requires an action to challenge the emerging problems that are occuring throughout the world. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) have out a community policy which aims to protect the nature and the marine environment. The policy aims to reduce oil consumption for the fishing fleet, find a possible energy substitute for fishing vessels and minimize the carbon footprint of fishery companies. Companies within SFS have participated in this community policy and Síldarvinnslan is one of the participants. This project is done in collabroation with Síldarvinnslan in Neskaupstaður. The project aims to perform a carbon footprint analysis of herring products throughout the process of fishing, processing and transport abroad. The aim of this project is to analyze the carbon footprint of skinless herring fillets of Síldarvinnslan pelagic fishing vessels.
Results of the project show that the carbon footprint of skinless herring fillets was 0,25 kg CO2 equivalent / kg skinless herring fillets. Also that the transport route via freezer transport ship had a less emissions than transporting the product through containers abroad. Transporting was the main factor in the carbon footprint and accounted for around 68% of the total carbon footprint, processing of the product was around 6% and catching of the fish was around 26% of the total carbon footprint. The results of this project turned out to be lower than similar studies, a study of whole frozen herring exported to Ukraine from Norway was 1,1 kg CO2 equivelent / kg product.
The catching of the fish in this study were very close to land and therefore short to the processing factory, so there is not so much fishing effort behind every kilo of herring caught. Studies have shown that oil consumption is a major part of the carbon footprint of fishing, often between 70 and 80% of the total carbon footprint.
Keywords: Carbon footprint, fishing, herring, climate change, skinless herring fillets
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni - Oddur Einarsson.pdf | 10.12 MB | Lokaður til...11.04.2032 |