is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41791

Titill: 
 • Greining markaðslanda : hvaða kröfur eru gerðar með tilliti til gagna, rekjanleika og vottorða fyrir útflutning sjávarafurða
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Flutningur sjávarafurða milli landa og heimsálfa hefur verið stundaður lengi en þróun hefur verið í þeim kröfum sem gerðar eru til gagna og rekjanleika með árunum. Í verkefninu verður leitast við að svara rannsóknarspurningunni: Hvaða kröfur eru gerðar til gagna, vottana og rekjanleika við útflutning sjávarafurða til mismunandi landa? Til að svara spurningunni voru tekin hálf opin viðtöl við viðmælendur sem vinna við útflutning sjávarafurða þar sem viðmælendur greindu m.a. frá því hvaða kröfur eru gerðar til gagna, vottana og rekjanleika til mismunandi landa. Í verkefninu voru tekin fyrir löndin Bandaríkin, Bretland, Japan, Kanada og Úkraína ásamt Evrópusambandinu. Farið var yfir bakgrunn landanna, inn- og útflutning, fiskneyslu landana, útflutningsverðmæti frá Íslandi, hvaða tegundir er helst verið að flytja frá Íslandi til landanna og útflutning á eldisfiski. Skýrt var stuttlega frá vottununum MSC, ASC og BAP þar sem m.a. var komið inná fyrir hvað þær standa, hvaða kröfur eru gerðar til að fá vottunina og hvaða íslensku stofnar eru með MSC vottunina.
  Út frá niðurstöðum verkefnisins má álykta að fylgja þarf ýmsum reglum og kröfum þegar flytja á sjávarafurðir milli landa, dæmi um kröfur er útflutningsskýrsla, samþykkisnúmer, auðkennismerki fyrir rekjanleika, veiðivottorð, upprunavottorð, heilbrigðisvottorð og farmbréf. Sumar kröfur gilda fyrir öll lönd en annað fyrir einstaka lönd og fer það t.d. eftir viðskiptasamningum milli landana. Rekjanleika og flæði gagna skipta miklu máli alveg frá skipi til neytenda og var skýrt út hvaða leið gögnin fara á milli aðila, fyrirtækja og stofnana til að rekjanleikinn verði sem bestur og nýtist sem flestum. Einnig var greint frá því hverjir eru helstu viðskiptavinir Samherja í hverju landi og hvaða tegundir þeir eru helst að selja til viðskiptavinanna.
  Lykilorð: Innflutningur, útflutningur, viðskiptavinur, rekjanleiki, vottun.

 • Útdráttur er á ensku

  The transport of seafood between different countries and continents has been practiced for a long time, but there have been developments in the requirements for data and traceability over the years. This project will seek to answer the research question: What are the requirements for data, certification and traceability for export of seafood to different countries? To answer the question was used semi-open interviews with interviewees who work in the export of seafood, where the interviewees explained, among other things, what requirements are made for data, certificates and traceability to different countries. The project included the United States, the United Kingdom, Japan, Canada and Ukraine, as well as the European Union. Things that were reviewed was the background of the countries, imports and exports, fish consumption, export value from Iceland, which species are mainly being exported from Iceland to the countries and export of farmed fish. The certifications MSC, ASC and BAP were briefly explained, where among other things it was stated what they stand for, what requirements are made to obtain the certification and which Icelandic strains have the MSC certification.
  Based on the results of the project, it can be concluded that various rules and requirements are followed when transporting seafood between countries, examples of requirements are the export report, approval number, traceability identification mark, catch certificate, certificate of origin, health certificate and bill of lading. Some requirements apply to all countries, while others apply to individual countries, depending on, e.g. trade agreements between the countries. Traceability and flow of data is very important, from the ship to the consumer and it was clarified which way the data goes between people, companies and institutions in order for the traceability to be as good as possible and useful to as many people as possible. It was also reported who Samherji's main customers are in each country and what species they are mainly selling to the customers in question.
  Keywords: Import, export, customers, traceability, certification.

Samþykkt: 
 • 13.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41791


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greining markaðslanda.pdf2.59 MBLokaður til...01.06.2027PDF