is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41793

Titill: 
 • Samkeppnishæfni frystitogara : útgerð frystitogarans Blængs NK - 125
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað á sér langa sögu í sjófrystingu og gerir í dag út eina frystitogarann á Austurlandi. Fyrirtækið leggur áherslu á uppsjávarveiðar – og vinnslu en hefur frá árinu 2012 markvisst eflt bolfisksvið sitt með fjárfestingum í aflaheimildum. Á síðastliðnum áratug hefur skipafloti Síldarvinnslunnar til veiða á botnfiski tekið miklum breytingum, en gerðir eru í dag út tveir togarar af móðurfélaginu og tveir af dótturfélaginu Bergur – Huginn ehf.
  Frystitogurum hefur fækkað mikið á Íslandi síðastliðna áratugi sem rekja má til framfara í landi, óhagstæðs rekstrarumhverfis og færri verkefna. Samkeppnishæfni þessa útgerðarflokks hefur að margra mati skerst en þó gegna þeir ákveðnu hlutverki í íslenskum fiskveiðum með því að veiða tegundir sem erfitt er fyrir annan skipakost að sækja.
  Núverandi frystitogari Síldarvinnslunnar hf. hefur verið gerður út af félaginu frá árinu 2015 þegar hann var keyptur en skipið kom nýtt til landsins árið 1974. Verkefni þetta byggir á því að skoða útgerð þessa skips sem líkt og hjá öðrum fyrirtækjum er gera út frystitogara hefur verið krefjandi. Því til grundvallar var rekstrarumhverfi frystitogara skoðað ásamt bolfiskaflabrögðum – og heimildum félagsins og rekstaruppgjörum skipanna.
  Markmið verkefnisins var að skoða hvort halda ætti áfram útgerð togarans í óbreyttri mynd. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að ef halda ætti áfram útgerð frystitogara væri mikilvægt að endurnýja skipakost ásamt því að auka aflaheimildir skipsins, en í því geta falist tækifæri. Þannig væru lágmarkaðir áhættutengdir þættir í annars erfiðu rekstrarumhverfi ásamt því að samkeppnishæfni skipsins væri aukin gagnvart öðrum frystitogurum og togurum innan samstæðunnar.
  Lykilorð: Síldarvinnslan hf., frystitogarar, samkeppnishæfni, útgerðarkostnaður, aflaheimildir

 • Útdráttur er á ensku

  Síldarvinnslan hf. in Neskaupstaður has a long history of producing sea frozen products and now operates the only freezing trawler in the Eastern region of Iceland. The company´s focus is on pelagic fishing - and processing, however since 2012 it has systematically strengthened its groundfish sector by investing in quotas through the ITQs - system. In the last decade their trawl fleet has undergone major changes and today it comprises of two trawlers that are operated under the company´s name and two from their wholly owned subsidiary Bergur - Huginn ehf. The number of freezing trawlers in Iceland has decreased dramatically in recent decades. Which can be attributed to advancements on land, unfavorable operating environment, and a lack of projects for this group of vessels. The general opinion is that the competitiveness of freezing trawlers has shifted for the worse, nonetheless they play an important role in the Icelandic fishing industry by catching species that are difficult for other vessels to fish. Síldarvinnslan´s hf. current factory trawler has been operated by the company since the year 2015 when it was bought, although it was built in 1973. The aim of this study was to analyze the ship´s operations, which has as for other companies been challenging. To examine this topic the freezing trawler environment in Iceland was particularly observed as well as the company’s resource in terms of demersal harvests rights and catches past years, additionally to the financial outcomes of Síldarvinnslan´s hf. trawlers. The purpose was to evaluate if Síldarvinnslan should continue to operate their freezing trawler unchanged. The results of this observation indicated that renewal of the vessel is vital in addition to increase the vessel´s catch. Thus minimizing risk – related factors in an otherwise difficult operating environment as well as increasing the ship's competitiveness towards other freezer trawlers.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið þetta er lokað til 30.09.2100. Verkefnið má ekki opinbera eða fjölfalda, hvorki að hluta til né í heild, nema með skriflegu leyfi höfundar.
Samþykkt: 
 • 13.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41793


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - ÞMJ.pdf2.62 MBLokaður til...30.09.2100HeildartextiPDF

Athugsemd: Verkefnið þetta er lokað. Verkefnið má ekki opinbera eða fjölfalda, hvorki að hluta til né í heild, nema með skriflegu leyfi höfundar