is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41811

Titill: 
 • Ofbeldi í nánum samböndum og tengsl við sálræna líðan og svefn: Niðurstöður úr Áfallasögu kvenna
 • Titill er á ensku Intimate partner violence and association with psychological well-being and sleep among women: The Saga Cohort
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Ofbeldi í nánum samböndum er ein algengasta tegund ofbeldis sem konur verða fyrir. Á heimsvísu er áætlað að tæplega þriðjungur (27%) kvenna hafi einhvern tíma orðið fyrir ofbeldi af hendi maka eða fyrrverandi maka á lífsleiðinni. Heilsufarslegar afleiðingar ofbeldis fyrir líkamlega og sálræna heilsu geta verið mjög slæmar en fáar rannsóknir hafa verið framkvæmdar hér á landi til þess að kanna algengi og tengsl þess við líkamlega og sálræna heilsu í stóru þýði. Markmið rannsóknarinnar var því að kanna algengi ofbeldis á Íslandi sem konur hafa orðið fyrir af hendi maka eftir bakgrunnsbreytum. Einnig var kannað hvort þær konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi séu líklegri til þess að greina frá einkennum kvíða, þunglyndi eða hafa léleg svefngæði samanborið við konur sem hafa ekki orðið fyrir ofbeldi.
  Aðferð: Þátttakendur rannsóknarinnar voru íslenskumælandi konur eldri en 18 ára sem tóku þátt í lýðgrunduðu ferilrannsókninni Áfallasaga kvenna. Gagnasöfnun fór fram á árunum 2018-2019 og voru alls 31.811 sem tóku þátt og svöruðu rafrænum spurningalista. Spurt var um bakgrunnsbreytur, heilsufarslega þætti og áföll þ.m.t. ofbeldi. Lýsandi tölfræði var notuð til að meta algengi ofbeldis eftir bakgrunnsbreytum og tengsl ofbeldis við kvíða, þunglyndi og svefngæði. Sambandið var einnig skoðað með tvíkosta aðhvarfsgreiningu þar sem gagnlíkindahlutföll (OR) með 95% öryggisbili (CI) voru reiknuð. Leiðrétt var fyrir aldri, menntun og tekjum.
  Niðurstöður: 61% kvenna höfðu orðið fyrir einhvers konar ofbeldi á lífsleiðinni. Af þeim voru 39% sem töldu ofbeldið vera versta áfall sem þær höfðu upplifað og af þeim höfðu 22,4% orðið fyrir því af hendi maka. Að hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi maka var algengast hjá konum með lægra menntunarstig, óvirkar á atvinnumarkaði og þeim sem höfðu lítinn félagslegan stuðning. Konur sem höfðu orðið fyrir ofbeldi af hendi maka voru líklegri til þess að greina frá einkennum kvíða (leiðrétt OR = 3,26 [95% CI (2,87 – 3,70)]), þunglyndi (leiðrétt OR = 3,79 [95% CI (3,36 – 4,29)]) og hafa léleg svefngæði (leiðrétt OR = 2,87 [95% CI (2,50 – 3,29)]).
  Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að algengi ofbeldis af hendi maka svipi til fyrri rannsókna á Íslandi og meðaltal algengi í Evrópu. Af þeim konum sem höfðu orðið fyrir ofbeldi af hendi maka voru konur með lægri menntun, óvirkar á atvinnumarkaði og höfðu lítinn félagslegan stuðning hlutfallslega fleiri samanborið við aðrar konur. Jafnframt bentu niðurstöður til þess að konur sem höfðu orðið fyrir ofbeldi af hendi maka voru líklegri til þess að vera með einkenni kvíða, þunglyndi og hafa léleg svefngæði samanborið við konur sem höfðu aldrei orðið fyrir ofbeldi.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Intimate partner violence against women is one of the most common type of violence experienced by women. Globally, an average of one-third (27%) of women have ever been abused by a spouse or ex-spouse. Health consequences of violence on both physical and mental health can be severe. The aim of the study was to examine the prevalence of violence against women in Iceland by their spouses and assess the association with demographic characteristics. It was also researched whether women who have been abused by their spouses are more likely to report symptoms of anxiety, depression or have poor sleep quality compared to women who have not experienced violence.
  Method: The participants in this study were Icelandic-speaking women over the age of 18 who participated in the nationwide Stress and Gene Analysis (SAGA) cohort study. Data collection took place in the years 2018-2019 and a total of 31,811 participated in the study and answered an electronic self-report questionnaire. Information were gathered for demographic characteristics, health-related behaviour and trauma, including violence. Descriptive analysis was calculated to assess the prevalence of violence with demographic characteristics and the association of violence with anxiety, depression and sleep quality. The relationship was also examined with logistic regression analysis were odds ratio (OR) with 95% confidence interval (CI) were calculated. Adjustments were made for age, education and income.
  Results: 61% of women had experienced some form of violence in their lifetime. Of these, 39% considered violence to be the worst trauma they had experienced and 22,4% of those had experienced violence by their spouse. Prevalence of having experienced violence by spouse was more common among women who were less educated, inactive in labor market and had little social support. Women who had been abused by their partners were more likely to report symptoms of anxiety (adjusted OR = 3,26 [95% CI (2,87 – 3,70)]), depression (adjusted OR = 3,79 [95% CI (3,36 – 4,29)]) and have poor sleep quality (adjusted OR = 2,87 [95% CI (2,50 – 3,29)]).
  Conclusion: The results of this study indicate that the prevalence of violence by partners is similar to previous studies in Iceland and the average prevalence in Europe. Having experienced violence by partner, was more common among women who were less educated, inactive in the labor market and had little social support. Furthermore, the results indicated that women who were abused by their partners were more likely to have symptoms of anxiety, depression and have poor sleep quality compared to woman who had never been abused.

Samþykkt: 
 • 13.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41811


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPH ritgerð - Linda.pdf553.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing skemman.pdf229.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF