Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41812
Talsvert reynir á reglur um sérfræðileg sönnunargögn í dómaframkvæmd hérlendis enda þurfa dómstólar að eiga við sífellt flóknari úrlausnarefni eftir því sem samfélagið og samskipti manna verða margþættari. Meðal þeirra sönnunargagna sem byggt verður á í einkamálum eru matsgerðir dómkvaddra matsmanna, sem nýttar eru til sönnunarfærslu um sérfræðileg atriði sem heyra ekki undir dómara að meta. Álitaefnin sem snúa að öflun matsgerða eru mörg og hefur þeim ekki fækkað með tilkomu Landsréttar þar sem aðilar vilja oft afla matsgerða í ýmsum tilgangi. Umfjöllunarefni ritgerðarinnar skiptist í þrennt. Fyrst er fjallað um helstu atriði sönnunar í einkamálum; hvað felst í hugtakinu sönnun, hvað þarf að sanna og hvernig sönnunarfærslu verður almennt háttað. Því næst er fjallað um matsgerðir dómkvaddra matsmanna og reynt að veita yfirsýn yfir helstu einkenni þeirra í einkamálaréttarfarinu. Að lokum víkur umfjöllunin að þeim réttarfarslegu álitaefnum sem helst koma upp í tengslum við öflun matsgerða og hvaða hömlur geta verið á slíkri sönnunarfærslu. Skoðað er hversu fljótt þarf að ráðast í dómkvaðningu og hvort matsgerð sé lögð fram nægilega snemma eða of seint, hvorutveggja í héraði og undir áfrýjun. Þá er rýnt í það svigrúm sem aðilum er játað við öflun matsgerða, bæði í héraði og fyrir æðra dómi, og þær takmarkanir sem sá réttur kann að sæta. Samhliða þessari umfjöllun eru reifaðir dómar og úrskurðir Landsréttar, sem hefur að mestu tekið við hlutverki áfrýjunardómstóls, og dómar Hæstaréttar sem hafði það hlutverk áður.
As society steadily grows more complicated, so do the court cases and as a result of that, rules regarding expert issues in Icelandic civil law are constantly being challenged. The assessments of court-appointed experts are frequently used in civil cases, as the professional judge, whom a case is assigned to, might not have the specialised knowledge required. With the introduction of the Court of Appeal, issues regarding these assessments have grown in number, as the parties might declare their intent to gather further evidence during the appeal proceedings. The thesis begins with a general discussion about proof in civil cases; the concept of proof, submission of evidence and the burden of proof. This will be followed by an examination on assessments from court-appointed experts, how they are produced and what formal requirements have to be met. Lastly the discussion turns to the legal issues that most often arise in connection with these experts and their assessments, and what restrictions are in place on the use of this option. Furthermore the thesis will look at issues regarding when these assessments must be submitted and the scope afforded to parties to file a motion for the appointment of experts. In parallel with this discussion, judgements and rulings of the Court of Appeal, which has largely taken over the role of an appellate court, and the Supreme Court are recapitulated.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
KristoferKristjansson.pdf | 549,97 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |