en English is Íslenska

Thesis (Master's)

Reykjavík University > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/41815

Title: 
  • Title is in Icelandic Réttarstaða talibana að þjóðarétti : sterkari og grimmari en nokkru sinni fyrr?
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Réttarstaða talibana að þjóðarétti – Sterkari og grimmari en nokkru sinni fyrr?
    Talibanar hafa farið með raunveruleg yfirráð yfir Afganistan síðan í ágúst 2021, þegar þeir hernámu landið. Enn sem komið er hefur ekkert ríki viðurkennt talibana sem lögmæta ríkisstjórn Afganistan, en hópurinn virðist mjög áfram um að reyna tryggja slíka viðurkenningu. Á móti kemur að alþjóðasamfélagið er (að mestu leyti) einhuga um að gera viðurkenningu á ríkisstjórn talibana skilyrta við virðingu fyrir grundvallar mannréttindum og lýðræðislegum stjórnarháttum í Afganistan. Fögur fyrirheit hópsins þar um hafa verið svikin, og virðist hópurinn verða sífellt fjandsamlegri eftir því sem tímanum vindur fram, einkum í garð stúlkna og kvenna, sem talibanar virðast hægt og bítandi ætla að útiloka frá þátttöku í samfélaginu. Það er skiljanlegt að ríki heims hafi takmarkaðan áhuga á að viðurkenna lögmæti slíkra stjórnvalda, og veita þeim jafnvel aðgang að fjármunum ríkisins í erlendri vörslu. Sérstaklega í ljósi þess að ríkisstjórn talibana, sem skuldbundin er af alþjóðlegum skuldbindingum afganska ríkisins, til að mynda á sviði mannréttinda, virðist eftir því sem tímanum líður ætla að ganga æ lengra við að brjóta fersklega gegn þeim skuldbindingum. Hins vegar er ljóst, að afleiðingar af afstöðu alþjóðasamfélagsins til talibana, bitna einna verst á þeim sem síst skyldi, þ.e. almenningi í Afganistan. Ef alþjóðasamfélagið heldur þeirri stefnu til streitu að viðurkenna ekki lögmæti ríkisstjórnar talibana, sýnist ljóst að áframhaldandi hömlur verði á mannúðaraðstoð til almennings í Afganistan, sem hann þarf sárlega á að halda.

Accepted: 
  • Jun 13, 2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41815


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ML ritgerð AYJH lokaskil.pdf741,45 kBOpenComplete TextPDFView/Open