is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41816

Titill: 
  • Hvenær telst líkamsárás vera brot í nánu sambandi í skilningi 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940? : mörkin milli líkamsárásar og heimilisofbeldis
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hvenær telst líkamsárás vera ofbeldi í nánu sambandi í skilningi 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940?
    Mörkin milli líkamsárásar og heimilisofbeldis
    Tilefni og markmið ritgerðar þessar er einkum að bera kennsl á þá háttsemi sem fella má undir refsiákvæði 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem fjallar um brot í nánu sambandi og heimilisofbeldi. Í því skyni að ná framangreindu markmiði er lagt upp með að draga fram mörkin á milli líkamsárásar í skilningi 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og heimilisofbeldis í skilningi fyrrnefndrar 218. gr. b almennra hegningarlaganna. Í ritgerð þessari er gerð nánari grein fyrir hugtakinu ofbeldi með sérstakri hliðsjón af skilgreiningu refsiréttar á hugtakinu og hinum ýmsu birtingarmyndum ofbeldis. Þróun löggjafar um líkamsmeiðingar og heimilisofbeldi verður rakin og aðdragandi lögfestingar sérrefsiákvæðis 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verður til sérstakrar umfjöllunar. Litið verður til Norðurlandanna og gerður samanburður á samsvarandi löggjöf en norsk refsilöggjöf var sérstaklega höfð til fyrirmyndar við lögfestingu á refsiákvæði um ofbeldi í nánu sambandi í íslenska refsilöggjöf. Að endingu verður fjallað sérstaklega um skilin á milli líkamsárásar í skilningi 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga og brots í nánu sambandi í skilningi 218. gr. b hegningarlaganna, með umfjöllun um nýlega dómaframkvæmd Landsréttar og Hæstaréttar.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru á þá leið að skilyrði þess að fella háttsemi undir 1. mgr. 218. gr. b hegningarlaganna séu að jafnaði þau að líkamlegar afleiðingar af háttseminni skuli samræmast inntaki 1. mgr. 217. gr. hegningarlaga en að auki þurfi háttsemin að hafa verið ítrekuð og endurtekin eða nógu alvarleg með tilliti til aðstæðna, sem og beint gegn nákomnum aðila. Mörkin á milli háttsemi líkamsárásar og heimilisofbeldis virðast alls ekki alltaf skýr og ljós eins og nýleg dómframkvæmd Hæstaréttar í málum nr. 42/2021 og nr. 47/2021 þar sem ósamræmi var á milli dómstiga um heimfærslu til refsiákvæða í þessu sambandi. Ætla má að eftir lögfestingu sérrefsiákvæðis um ofbeldi í nánum samböndum njóti þolendur heimilisofbeldis aukinnar réttar- og refsiverndar en þó þykir höfundi líklegt að dómstólar komi til með að móta ákvæðið nánar með frekari réttarframkvæmd þar sem mörkin á milli líkamsárásar og heimilisofbeldis séu tæplega nógu skýr.

  • Útdráttur er á ensku

    When is physical assault considered to be domestic violence within the meaning of Article 218 (b) of the Icelandic Penal Code no. 19/1940?
    The line between physical assault and domestic violence
    The main objective and purpose of this thesis is to identify the conduct that can be covered by the special penal provisions of Article 218. (b) of the Icelandic Penal Code No. 19/1940, which deals with domestic violence between intimate partners. In order to achieve the aforementioned objective, it is proposed to draw the line between physical assault within the meaning of the first paragraph of Article 217 of the Icelandic Penal Code No. 19/1940 and domestic violence within the meaning of the aforementioned Article 218. (b) of the Icelandic Penal Code. In this thesis, the concept of violence will be explained in more detail, with special reference to the definition of criminal law in the term and the various manifestations of violence. The development of legislation on bodily harm and domestic violence will be traced and the background to the enactment of the special penalty provision in Article 218. (b) of the Icelandic Penal Code No. 19/1940 will be subject to special consideration. The Nordic countries will be looked at and a comparison made of similar legislation, but Norwegian criminal law was specifically modeled on the enactment of special penal provisions on intimate partner violence and domestic violence in Icelandic criminal law. Finally, the distinction between physical assault within the meaning of the first paragraph will be discussed separately. Article 217 of the Icelandic Penal Code and violence between intimate partners or domestic violence within the meaning of the first paragraph of Article 218 (b) of the Penal Code, with a discussion of the recent case law of the National Court and the Supreme Court.
    The main conclusions of the thesis are that the conditions for including conduct under the first paragraph. Article 218 (b) of the Penal Code, it is generally the case that the physical consequences of the conduct shall be in accordance with the content of the first paragraph of Article 217 of the Penal Code, but in addition the conduct must have been repeated or serious enough in view of the circumstances, as well as directed against an intimate partner. The boundaries between physical assault and domestic violence do not always seem as clear and as the recent Supreme Court rulings show in cases No. 42/2021 and 47/2021, where there was an inconsistency between courts regarding the imposition of penal provisions in this regard. It can be assumed that after the enactment of a special penalty provision on intimate partner violence, victims of domestic violence enjoy increased legal and criminal protection, but the author considers it likely that courts will shape the provision further with further legal practice as the boundaries between physical assault and domestic violence are narrow as they appear today.

Samþykkt: 
  • 13.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41816


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvenær telst líkamsárás vera brot í nánu sambandi í skilningi 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19:1940.pdf1,02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna