is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41825

Titill: 
  • "Foreldrun" : börn sem ganga í hlutverk foreldra sinna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi heimildarritgerð fjallar um hugtakið foreldrun (e. parentification). Foreldrun er hugtak sem vísar til hlutverkaskipta á milli barna og foreldra. Foreldrun vísar til þess þegar foreldrar afsala sér hlutverkum og ábyrgð á heimilinu og börn þurfa að stíga inn í og byrja að gegna þeim hlutverkum sem foreldrar hafa afsalað sér og taka ábyrgð á heimilinu. Takmarkaður fjöldi rannsókna hafa skoðað foreldrun og það ríkir ekki mikil samstaða meðal fræðimanna um áhrif foreldrunar á börn. Talið var að foreldrun leiddi nánast alltaf til neikvæðra afleiðinga fyrir þau börn sem upplifa foreldrun, en nýlegar rannsóknir hafa byrjað að greina frá mögulegum jákvæðum afleiðingum. Flestir fræðimenn greina hins vegar erfiðar aðstæður fjölskyldu sem undanfara foreldrunar. Flestar þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á foreldrun hafa einblínt á vestræn samfélög og skoðað hugtakið út frá vestrænni hugmyndafræði. Fræðimenn hafa nýlega farið að leggja áherslu á það að taka þurfi tillit til menningarlegra þátta og að hugmyndir um bernsku og hvernig verkefnum sé viðeigandi að börn gegni séu ekki þau sömu á milli mismunandi samfélaga. Foreldrun hefur hingað til ekki verið rannsökuð á Íslandi. Þó er hægt að greina birtingarmyndir foreldrunar í fjölmörgum rannsóknum sem skoða fjölskyldulíf og erfiðar aðstæður innan fjölskyldna, líkt og fátækt eða geðræn veikindi foreldra.

  • Útdráttur er á ensku

    The following essay is about the concept of parentification. Parentification refers to a role reversal between children and their parents. This is when parents relinquish their roles and responsibilities in the home and children need to step in as caregivers, that is, to fulfil those roles and responsibilities instead of the parents. A limited number of studies have examined parentification and there is not a great consensus among scholars on the effects of parentification on children. It was thought that parentification almost always led to negative consequences for the children who experience it, but recent studies have begun to report possible positive outcomes. Most scholars identify difficult situations in the family as a precursor of parentification. Parentification has most often been examined in western cultures using a western theoretical framework. Researchers have recently begun to emphasize the need to take cultural factors into account and that ideas about childhood and what roles are appropriate for children to perform are not the same in different societies. Parentification has not been researched in Iceland. However, it is possible to see manifestations of parentification in literature and research on family life where difficult situations are present, such as poverty or parents with mental illness.

Samþykkt: 
  • 13.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41825


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Aron Hjartarson-Foreldrun.pdf450.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna