Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41828
Birtingarmyndir meðvirkni í litlum samfélögum geta tekið á sig margskonar form og eru jafnvel eitthvað sem einstaklingar innan samfélaga gera sér illa grein fyrir, þangað til einhver nefnir þær á nafn eða beinir sjónum að þeim. Markmið þessarar rannsóknar er tvíþætt: Annars vegar að varpa ljósi á birtingarmyndir meðvirkni í litlum samfélögum á Íslandi út frá reynslu einstaklinga innan þeirra og hins vegar að skoða mögulegar leiðir til að brjótast út úr því samfélagslega mynstri meðvirkni sem fyrirfinnst í samfélögunum.
Farið er yfir þær skilgreiningar á meðvirkni sem fram hafa komið síðustu fimm áratugina og þá staðreynd að af ýmsum ástæðum hefur fræðafólk lagst gegn opinberri skilgreiningu á meðvirkni, þ.e. að meðvirkni verði greinanleg eftir klínískum viðmiðum í læknisfræðilegum tilgangi, þó hún deili skörun á einkennum með þónokkrum persónuleikaröskunum. Þá hefur ekki aðeins fræðafólk skrifað um meðvirkni, heldur eru margir af brautryðjendum í skilgreiningum á meðvirkni og einkennum hennar einstaklingar sem upplifað hafa meðvirkni á eigin skinni. Snertir rannsóknin á skrifum nokkurra þeirra brautryðjenda.
Komið er inn á á tengsl samfélags, menningar og meðvirkni og gerð tilraun til að skoða meðvirkni út frá víðara samhengi en áður hefur tíðkast. Í rannsókninni voru viðtöl tekin við átta einstaklinga, þrjú djúpviðtöl auk rýnihóps og var markmiðið að varpa ljósi á upplifanir og reynslu einstaklinga innan lítilla samfélaga á Íslandi í tengslum við birtingarmyndir meðvirkni, auk þess að þjóna sem hvatning til að breyta menningunni um samfélagslega meðvirkni. Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að allir viðmælendur höfðu upplifað fjölmargar birtingarmyndir meðvirkni, bæði hjá sér og öðrum.
The manifestations of codependency in small-town communties can take on many forms and, sometimes, even the community residents themselves are not aware of them until someone points them out or sheds light on them. The aim of this research is twofold: First, to shed light on the manifestations of codependency in small-town communites in Iceland based on the experiences of the individuals within them; and second, to look at possible ways to break out of the social patterns of codependency within these communities.
In this thesis, the principal definitions of codependency that have emerged over the last five decades are reviewed along with critisism made by scholars who oppose the official recognition of codependency as clinical condition, i.e. as clinically diagnosable for medical purposes. Due to its widespread prevalence and particular characteristics, not only exists much written scholarly material on codependency, but many of the pioneers in defining codependency and its symptoms are people who have first hand experience of codependency themselves.
The connections between society, culture and codependency are discussed and an attempt is made to examine codependency within and attribute it to a broader context than has previously been done.
Data collection included qualitative interviews with eight individuals who all have lived or currently live in a small-town community: In-depth interviews with three individuals and focus group with five participants were conducted to shed light on community residents’ experiences in relation to different manifestations of codependency as well as for examining how communities can possibly break out of the patterns of social codependency. An additional aim of this research was to serve as a springboard to encourage community members to change the culture of social codependency within their communities, but all participants of the study claimed they had experienced several forms of codependency in their societal lives.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-HuldHafliða.pdf | 480,15 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |