is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41834

Titill: 
 • "Upplifunin er að þau séu óvelkomin, að þau séu byrgði og veruleiki þeirra dreginn í efa" : flóttafólk og hælisleitendur á Íslandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fjölgun flóttafólks og hælisleitenda sem leita til Íslands og Evrópu hefur aukist verulega á undanförnum árum. Frá árinu 2015 hefur stefna stjórnmála einblínt á að hefta aðgengi fólks að Evrópu með hertri landamæralöggjöf og brottvísunaraðgerðum. Í kjölfar þessa viðmóts hafa móttökur á landamærum verið afar slæmar og svo virðist sem mannúðarsjónarmið séu af skornum skammti. Viðhorf Evrópubúa til fólks af annarri menningu hafa einnig versnað og alið af sér ótta við aukið fjölmenningarsamfélag og fjölbreytni innan evrópskra samfélaga. Skiptar skoðanir eru á málefnum flóttafólks og hælisleitenda meðal Íslendinga og undanfarin ár hafa aðgerðir íslenskra stjórnvalda í þessum málaflokki verið harðlega gagnrýnd af baráttufólki og samtökum sem berjast fyrir auknum réttindum flóttafólks og hælisleitenda.
  Í rannsókninni verður þróun þessa málaflokks reifuð, viðmót Evrópulanda, Norðurlanda og svo að lokum Íslands við auknum flóttamannastraumi og fjölmenningu. Skoðað verður flóttamannakerfi Íslands frá sjónarhorni baráttufólks og hjálparsamtaka sem vinna náið með flóttafólki og hælisleitendum á Íslandi. Reynt verður að meta ástand kerfisins og viðhorfa íslensks samfélags til aukinnar fjölmenningar og leitað mögulegra úrbóta. Niðurstöður rannsóknarinnar eru í takt við fyrri rannsóknir, bæði innlendar og erlendar. Viðmælendur voru einróma um að bæta þurfi íslenska kerfið með tilliti til betri móttöku og úrræða ásamt aukinnar fræðslu. Breytingar á íslenska kerfinu eru þó háðar stærra samhengi eins og breytingum á Dyflinnarreglugerðinni sem er á vegum Evrópusambandsins.
  Lykilhugtök: Flóttamenn, hælisleitendur, viðhorf, fordómar, samþætting, réttarheimildir

 • Útdráttur er á ensku

  The encreasing number of refugees and asylum seekers seeking refuge in Iceland and Europe has increased significantly in recent years. Since 2015, political policies have focused on decreasing access to Europe through increased border legislation and stricter deportation measures. Following these interventions, border reception has been poor and humanitarian visions appear to be scarce. The views of Europeans toward people of other cultures have also deteriorated, leading to fears of a multicultural society and the diversity of European society. Opinions are divided on the issues of refugees and asylum seekers among Icelanders, and in recent years the actions of the Icelandic government regarding these issues have been harshly criticized by activists and organizations that fight for increased rights for refugees and asylum seekers.
  This study will cover the development of these issues, the approach of European countries, the Nordic countries and finally Iceland to the increased number of refugees and multiculturalism. The Icelandic refugee system will be examined from the perspective of activists and organizations that work closely with refugees and asylum seekers in Iceland. Attempts will be made to assess the state of the system and the viewpoint of Icelandic society towards increased multiculturalism and seek possible improvements. The results of the study are in line with previous studies, both domestic and foreign. Interviewees were unanimous that the Icelandic system needs improvement with regard to better reception and resources as well as increased education. Changes in the Icelandic system are, however, dependent on broader changes, such as changes to the Dublin regulation, which is administered by the European Union
  Keywords: refugees, asylum seekers, vews, predjudice, intergration, legal sources

Samþykkt: 
 • 13.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41834


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.Stefanía.Berg.PDF417.25 kBOpinnPDFSkoða/Opna