is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41841

Titill: 
  • Miðlað sjálf – samfélagsmiðlar : sjálfsmynd og andleg heilsa ungs fólks
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þróun samfélagsmiðla hefur verið mikil síðastliðin ár og spilar stórt hlutverk í lífi ungs fólks. Samfélagsmiðlar gera ungu fólki kleift að eiga í samskiptum við aðra og byggja upp félagsleg tengsl. Þessi tengsl geta verið dýrmæt fyrir suma einstaklinga, þá sem eru einmana eða félagslega útskúfaðir. Ungt fólk notar samfélagsmiðla sem einhverskonar tjáningarform og deilir stórum hluta af lífi sínu þar. Samfélagsmiðlanotkun ungs fólks getur einnig stuðlað að þroskandi tengingu við aðra og víkkað félagsleg tengsl. Þrátt fyrir að samfélagsmiðlar geti haft góð áhrif á andlega heilsu unglinga geta þeir einnig haft þveröfug áhrif. Samfélagsmiðlar geta truflað svefn, einstaklingar geta orðið fyrir neteinelti, óraunhæfar kröfur frá öðrum og upplifað hópþrýsting ásamt öðrum andlegum kvillum. Áhættan við að samfélagsmiðlar geti haft neikvæð áhrif á andlega heilsu unglinga er hversu mikið unglingar eru á miðlunum dag hvern. Svo virðist vera að þeir sem eyða of miklum tíma á samfélagsmiðlum gætu verið í aukinni hættu á geðrænum vandamálum. Einn af fylgikvillum samfélagsmiðla er samanburður. Unglingar eiga það til að bera sig saman við aðra og þá sérstaklega þá sem kalla sig áhrifavalda (e. influencers), en áhrifavaldur er einhver sem getur breytt því hvernig fólk hagar sér, þessi áhrif geta verið bæði jákvæð og neikvæð.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að samfélagsmiðlar geti haft neikvæð og jákvæð áhrif á unglinga en neikvæðu áhrifin vega þyngra. Eftir að hafa rannsakað málefnið betur, sýna rannsóknir fram á að mikil notkun samfélagsmiðla hjá ungu fólki helst í hendur við slæma sjálfsmynd og aðra andlega kvilla, svo sem þunglyndi og kvíða.

  • Útdráttur er á ensku

    The development of social media has been great in recent years and plays a major role in the lives of young people. Social media enables young people to interact with others and build social relationships. These connections can be important for some individuals, those who are lonely or socially excluded. Young people use social media as a form of expression and share a large part of their lives there. Young people's use of social media can also promote meaningful connection with others and expand social connections. Although social media can have a positive effect on young people’s mental health, they can also have the opposite effect. Social media can disrupt sleep, individuals can be bullied, unrealistic demands from others and experience peer pressure along with other mental illnesses. The likeliness that social media can have a negative effect on young people’s mental health depends how much young people are on social media every day. It seems that those who spend too much time on social media may be at increased risk for mental health problems. One of the downsides of social media is comparison. Young people tend to compare themselves to others and especially those who call themselves influencers, an influencer is someone who can change the way people behave, these influencers can have both positive and negative impact on young people using social media. The results of the study shows that social media can have a negative and positive effect on young people, but the negative effects weigh heavier. After researching the issue further, research shows that the widespread use of social media by young people goes hand in hand with poor self-esteem and other mental disorders, such as depression and anxiety

Styrktaraðili: 
  • ...
Athugasemdir: 
  • ...
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 13.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41841


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðlaug_BA_loka.pdf372,92 kBOpinnPDFSkoða/Opna