Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41843
Jákvæðar kvenkyns fyrirmyndir í fjölmiðlum geta haft jákvæð áhrif á sjálfstraust ungra stelpna, gefið þeim innblástur og aukið hugrekki þeirra (Media smarts, e.d.). Það hefur þó ekki verið auðvelt í gegnum árin að finna sterkar og jákvæðar kvenkyns persónur í barnaefni. Framleiðendur barnaefnis hafa fyrst og fremst einblínt á stráka í efni þeirra og sett stelpur á hliðarlínuna. Afleiðingarnar þess eru að börn frá unga aldri eru strax farin að styðja við staðalímyndir og fá hugmyndir um það hvað er að vera strákur og hvað er að vera stelpa. Þetta er aðeins lítið brot af þeim áhrifum sem sjónvarp hefur á börn. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að börn læra mikið af sjónvarpsefni og sjónvarpsáhorf getur haft áhrif á meðal annars hegðun, skap, sjálfsmynd og svefn barna.
Markmið þessara ritgerðar er að leggja mat á gæði þeirra teiknimynda sem eru nú til sýningar fyrir börn í íslensku sjónvarpi út frá hugmyndum um birtingarmynd kynjanna í fjölmiðlum. Bechdel prófið verður notað sem greiningatæki og skoðaðar verða teiknimyndir sem sýndar eru í línulegri dagskrá á RÚV og Stöð 2. Horft var sérstaklega til þess hvort að ríkisfjölmiðill, eins og RÚV, leggi meiri áherslu á að gæta að fræðslugildi og gæðum teiknimynda þegar kemur að kynjajafnrétti en miðill sem ekki ber sérstök skylda til að lúta ákveðnum ramma.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að RÚV leggur mikla áherslu á að barnaefnið sem er í sýningu þar sé fræðandi og sýni jafnframt sterkar og jákvæðar kvenkyns persónur. Teiknimyndirnar sem RÚV sýnir fjalla fyrst og fremst um vináttu og ævintýri. Flestar þeirra leggja áherslu á góð samskipti, tilfinningalegan þroska og notkun á ímyndunaraflinu. Á Stöð 2 má finna barnaefni með skemmtilegum persónum og fallegri vináttu. Þess má þó geta að Stöð 2 virðist ekki leggja jafn mikla áherslu á fræðandi efni og RÚV og einnig er þó nokkur kynjahlutfallsleg skekkja á teiknimyndunum á Stöð 2. Í teiknimyndunum á báðum stöðvum er lítill munur á stráka- og stelpupersónunum og bæði kynin eru oftast sett jöfn fram. Í teiknimyndunum á báðum stöðvum koma fram fjölbreyttar persónur og allir ættu að geta tengt við og litið upp til einhverra af þessum stórskemmtilegu og flottu persónum.
For girls to see positive female role models in the media and on television can boost their confidence, inspire them and give them more courage (Media smarts, e.d.). Over the years film producers have first and foremost focused on boys in their content and put girls on the sidelines, with the consequence that children from a young age exposed to stereotypes and get ideas about what it means to be a boy or a girl. But this is only a small part of the impact that television has on children. Various studies have shown that children learn a lot from television and watching television can have an influence on behavior, mood, self-image and on children’s sleep.
This essay has the goal of looking at the quality of the cartoons that are shown on Icelandic television for children, based on ideas about the manifestation of gender in the media. The Bechdel test will be used as an analytical tool and the cartoons that are shown on Saturday mornings on RÚV and Stöð 2 will be researched. Particular attention was paid to whether state-media, like RÚV, puts more emphasis on educational value and quality of the cartoon when it comes to gender equality, than a medium that does not have a certain obligation to submit to a specific framework.
The conclusion shows that RÚV picks their cartoons carefully and emphasize showing cartoons that are not only fun but also educational. The cartoons on RÚV portray girls that are strong, brave, and positive. The storylines are most often about friendships and adventures and include good communications, emotional growth, and the importance of using one’s imagination. On Stöð 2 there can be found fun characters and lovely friendships. However, it looks like Stöð 2 does not consider the educational value to the same extent as RÚV, and the gender balance was not nearly as equal as it was on RÚV. There is very little difference between the boy and girl characters on both RÚV and Stöð 2 and both genders are almost always portrayed as equal. The cartoons on both RÚV and Stöð 2 show diverse characters and every child should be able to relate and look up to at least one of them.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Barnaefni í íslensku sjónvarpi.pdf | 364.17 kB | Opinn | Skoða/Opna |