Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41845
Fjölmiðlastarfið er fjölbreytt og líflegt. Þar er enginn dagur öðrum líkur og ómögulegt að vita hvað hann hefur upp á að bjóða. Því er þetta spennandi starf sem fylgir ákveðinn lífsstíll. Krafa er gerð um að fréttir séu vel unnar og utan vinnutíma ætlast yfirmenn fjölmiðlanna til þess að starfsfólk fylgist með til að vera vel upplýst þegar það mætir á vaktina og geta spurt viðeigandi spurninga um nýjustu vendingar í stórum málum. Það er því ekki auðvelt fyrir fjölmiðlafólk að skilja vinnuna eftir þegar það stimplar sig út.
Þegar fólk eignast börn þarf að huga að ýmsu, svo sem því hvernig hægt er að samræma vinnu og fjölskyldulíf. Í þessari ritgerð verður reynt að fá svör við spurningunni hvernig er að vera móðir starfandi í fjölmiðlum? Rannsóknin var eigindleg þar sem rætt var við sex konur sem starfa við fjölmiðla. Þær hafa allar ólíka reynslu en eiga það sameiginlegt að vera mæður samhliða fjölmiðlastarfinu. Leitað verður svara við því hvaða áhrif móðurhlutverkið hefur á starf fjölmiðlakvennanna og hvernig samspil heimilislífs og vinnu er hjá þeim. Tilgangurinn er ekki að varpa neikvæðu ljósi á fjölmiðlastarfið heldur skoða hvað má betur fara. Niðurstaðan er þó sú að samspil heimilislífs og fjölmiðlastarfsins hjá viðmælendunum reynist oft á tíðum erfitt og þá aðallega vegna vaktafyrirkomulags fjölmiðlanna.
Fjölmiðlar hafa í gegnum tíðina þótt karllægir vinnustaðir og þar sem fjölmiðlageirinn er karlaheimur er spurning hvort að þar ríki raunverulegt jafnrétti kynjanna. Konur hafa samt sem áður lengi starfað á fjölmiðlum en í upphafi voru þær ekki margar. Farið verður stuttlega yfir sögu nokkurra kvenna á íslenskum fjölmiðlamarkaði og ásamt því að skoða jafnréttismálin. Viðmælendur rannsóknarinnar héldu allir fram að á sýnum vinnustað ríki jafnrétti en orðalag benti þó til þess að svo væri mögulega ekki.
Media work is both diverse and lively. There is no day like any other and it is impossible to know what the day has to offer. Therefore, media is an exciting job that comes with a certain lifestyle. It is a requirement that the news is well prepared and outside working hours, media executives expect the journalists to be well informed when they arrive to work and to be able to ask relevant questions about the latest development in major matters. This makes it hard for the journalists to really leave work when they clock out.
When people have children, there are number of things that need to be considered, such as how to accommodate work/life balance. In this essay we will try to get answers to the question what it is like to be a mother who works as a journalist? The study was comparative where six women who work in media were interviewed. They all have different experiences but all have in common that they are mothers and work in media. The aim is to analyze the impact of motherhood has on the work of journalists and the interaction between home and work. The purpose is not to shed negative light on journalism, but to look at what can be done better. The conclusion however, is that the interaction between work and home among the women interviewed often proves difficult due to the shift arrangements.
Media traditionally has been considered as a male dominant workplace, and since the media sector is very masculine, the question is whether there is real gender equality. Women have worked in media for a long time, even though in the beginning there were not many of them. The stories of the few women interviewed will be briefly reviewed, as well as the gender equality issues. The interviewees of the study all claimed that there was equality in their workplace, however their wording hinted that this was not the case.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Alltaf á vaktinni.pdf | 397.54 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |