Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41851
Markmið þessarar ritgerðar er að skoða störf og skotvopnaburð íslenskrar lögreglu í sögulegu samhengi með það að leiðarljósi hvort tímabært sé að almenn lögregla beri skotvopn við dagleg störf. Saga og þróun íslenskrar lögreglu er skoðuð með það í huga hvernig lögreglan getur haldið áfram að þróast samhliða breytingum í samfélaginu. Menntun og þjálfun lögreglumanna, á öllum sviðum, spila þar stórt hlutverk auk þeirra valdbeitingartóla sem lögreglumenn hafa aðgang að. Þegar aukin harka færist í undirheimana þarf lögreglan enn fremur að geta brugðist við, hvort sem um ræðir almenna lögreglu eða sérsveit ríkislögreglustjóra. Staðreyndin er sú að útköllum þar sem lögreglan og sérsveit þurfa að vopnast skotvopnum hefur fjölgað á undanförnum árum og alvarleiki málanna er að verða meiri. Hefur það meðal annars leitt af sér þau tvö tilfelli þar sem íslensk lögregla hefur skotið menn. Með aukinni fjölbreytni í íslensku samfélagi fylgja áskoranir sem lögreglan hefur ekki þurft að takast á við fyrr en nú. Ýmis tölfræði er skoðuð þessu til stuðnings og er hún loks borin saman við sambærileg gögn erlendis frá. Vopnaburður lögreglu hefur eðli málsins samkvæmt verið umdeildur. Byggt á því sem við höfum komist að, við undirbúning og skrif þessarar ritgerðar, eru niðurstöður okkar þær að þörf er fyrir breytingar á sviði vopnaburðar og valdbeitingakosta lögreglunnar. Stökkið á milli þeirrar valdbeitingar sem beiting kylfu og beiting skotvopna felur í sér er stórt og þykir okkur vert að minnka það með öðrum valdbeitingarkostum, til dæmis rafvarnarvopnum.
Lykilhugtök: Lögregla, vopnaburður, skotvopn, þjálfun, sérsveit, skotvopnabeiting
The aim of this thesis is to examine the police carrying firearms and the work of the Icelandic police in a historical context, viewing whether it's time for the general police to carry firearms in their daily work. The history and development of the Icelandic police is analyzed and considered with a view to how the police can continue to develop in parallel with changes in society. The education and training of the police officers, in all areas, play a major role as well as the firearms and other tools the police have access to. When the harshness of rougher parts of Iceland increases the police must also be able to respond, whether it is the general police or the special unit of the National Commissioner. The fact is that the number of cases where the general police and the special force have to carry firearms have increased in recent years and the seriousness of the cases are increasing. This has, among other things, led to the two cases where Icelandic police have shot people. Increased diversity in Icelandic society brings with it challenges that the police have not had to deal with until now. Various statistics are examined in support of this claim and are compared with similar data from other Nordic countries. The carrying of firearms by the police has, by nature, been controversial. Based on what we have found in the preparation and writing of this thesis, our conclusion is that there is a need for changes in the field of firearms and the use of force by the police in Iceland. There is a huge step between using a police bat and using a deadly firearm and we consider it worth reducing it with other tools, such as electric guns.
Keywords: Police, weapon carrying, firearms, training, special forces, use of firearms
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Saga og þróun vopnamála lögreglu á Íslandi.pdf | 574.93 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |