Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/41853
Andleg heilsa lögreglumanna hefur verið rannsökuð og má þar nefna andlega líðan, streitu og kulnun í starfi lögreglumanna. Sjálfsvíg lögreglumanna á Íslandi hefur hins vegar ekki verið rannsakað. Meginmarkmið ritgerðarinnar var að opna umræðuna um algengi sjálfsvíga lögreglumanna og andlega heilsu þeirra og koma í veg fyrir að umræðan verði „tabú“. Leitað var svara við þremur spurningum: 1) Hvers vegna taka lögreglumenn eigið líf? 2) Hvað er hægt að gera til að fyrirbyggja sjálfsvíg lögreglumanna? 3) Hvað telja lögreglumenn að megi gera betur til að bæta og viðhalda andlegri líðan lögreglumanna? Til að svara þessum spurningum var lögð fram könnun fyrir lögreglumenn um sjálfsvíg lögreglumanna og sálrænan stuðning. Markmiðið með könnuninni var að fá hugmyndir og innsýn frá þessum hóp um hvað þeir telja að betur megi fara í þessum efnum bæði þegar kemur að andlegri heilsu lögreglumanna og hver sé ástæða þess að þeir taki eigið líf. Þá vildum við kanna hversu algengt það væri að lögreglumenn þekktu til lögreglumanna sem hafa tekið eigið líf. Auk þess vildum við opna augu lögreglumanna varðandi þau úrræði sem í boði eru, hvort þeir hafa nýtt sér þau úrræði og hvers vegna. Leitað var til lögreglumanna sem voru bæði starfandi og á eftirlaunum og þeim boðið að taka þátt í könnuninni og því endurspegla niðurstöðurnar ekki svar allra lögreglumanna á Íslandi, aðeins hluta af þeim hópi. Niðurstöður könnunar leiddu í ljós að flestir þátttakendur þekktu eða vissu um lögreglumann sem hafði tekið eigið líf. Þá sýndu niðurstöðurnar jákvæðar breytingar innan menningu lögreglunnar og má túlka á þann hátt að lögreglumenn séu opnari fyrir því að ræða andlega líðan og leita sér aðstoðar. Ljóst er að lögreglumönnum er umhugað um þetta málefni, um líðan vinnufélaga sinna og vilja sjá breytingar í verkferlum, opnari umræðu, betri stuðning og fræðslu.
Lykilhugtök: sjálfsvíg, sálrænn stuðningur, lögreglumenn, forvarnir
Mental health of police officers has been studied, for example mental well-being, stress and burnout in the work of police officers. However has suicide among police officers in Iceland not been studied. The main aim in this resarch was open up the discussion about the prevalence of suicides among police officers and their mental health and to prevent the discussion from becoming a „taboo“. Three questions were answered: 1) Why do police officers take their own life? 2) What can be done to prevent suicide among police officers? 3) What do police officers think can be done better regarding the mental well-being of police officers? To answer these questions, a survey about suicide and psychological support among police officers was conduced. The aim of the survey was to get ideas and insights from this group on what they think can be done better in these matters, both when it comes to mental health of police officers and what is the reason that police officers take their own lives. We also wanted to find out how common it was that police officers knew another police officers who had commit suicide. In addition, we wanted to open the eyes of police officers regarding the resources available, wheather they have taken advantage of those resources and why. Police officers who were both employed and retired were contacted and invited to take part in the survey and therefore the results do not reflect the responses of all police officers in Iceland, only part of that group. The results of the survey revealed that most participants knew or knew about a police officer who had tekin his own life. The results also showed positive changes in the police culture and can be interpreted as meaning that police officers are more open to discussing mental well-being and seeking help. It is clear that police officers are concerned about this issue, about the well-being of their colleagues and want to see changes in work processes, more open discussion, better support and education.
Key words: suicide, psychological support, police officers, prevention.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ba-ritgerð - Karen og Telma.pdf | 655.19 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |