is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41855

Titill: 
  • Traust til lögreglu : gefa viðhorfskannanir villandi upplýsingar?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Lög og regla er hornsteinn hvers nútímasamfélags og lögreglan er þýðingarmikill þáttur í því að lögum og reglum sé fylgt. Rakin er saga lögreglu hér á landi og farið yfir hlutverk hennar og skyldur. Samkvæmt kenningum Sir Robert Peel er það grundvöllur þess að lögreglan geti sinnt starfi sínu og skyldum, að gagnkvæmt traust ríki á milli lögreglu og samfélags. Í ritgerð þessari er leitast við það að leggja mat á þær kannanir sem notaðar hafa verið til að mæla traust og tiltrú þjóðarinnar til lögreglu.
    Til að svara þeirri spurningu var fjallað um traust almennt og hvað það er sem ræður trausti til lögreglu. Gerð var grein fyrir því hversu fjölbreytt Íslenskt samfélag er orðið og hvað innflytjendur og íbúar með erlendan bakgrunn eru orðinn stór hluti þjóðarinnar. Gerð var greining á niðurstöðum Gallupkannana og lagt var mat á það hvort niðurstöður þeirra gefi villandi niðurstöðu.
    Við nánari greiningu á viðhorfskönnun Gallup til lögreglu má fullyrða að hún er takmörkuð af mörgu leyti. Það er niðurstaða greiningarinnar að afar vandasamt og jafnvel ómögulegt er að mæla traust til lögreglu með megindlegum aðferðum þannig að hún skili niðurstöðu sem enduspeglar raunverulegt viðhorf þjóðarinnar.

  • Útdráttur er á ensku

    Law and order is the cornerstone of any modern society and the police are a significant part of compliance with laws and rules. The history of the police in this country is traced and its role and responsibilities are reviewed. According to Sir Robert Peel's theories, the basis for the police to carry out their work and duties is a mutual trust between the police and society. This thesis seeks to evaluate the surveys that have been used to measure the nation's trust and confidence in the police. To answer that question, trust in general and what determines trust in the police was discussed. It was explained how diverse Icelandic society has become and what immigrants and residents with foreign backgrounds have become a large part of the nation. The results of the Gallup polls were analyzed and it was assessed whether their results give a misleading result.
    Upon further analysis of Gallup's opinion poll on the police, it can be stated that it is limited in many respects. It is the conclusion of the analysis that it is very difficult and even impossible to measure trust in the police by quantitative methods so that it yields a conclusion that reflects the real attitude of the nation.

Samþykkt: 
  • 13.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41855


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Valgeir LOKA pdf.pdf474.09 kBOpinnPDFSkoða/Opna