is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41859

Titill: 
 • ,,Þetta samviskubit yfir því að standa sig illa á báðum stöðum" : reynsla hjúkrunarstjórnenda af endurkomu í vinnu eftir fæðingarorlof
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Starfsumhverfi stjórnenda í heilbrigðisþjónustu er krefjandi og streita algeng, sérstaklega á meðal yngri hjúkrunardeildarstjóra. Rannsóknir hafa sýnt að þetta mikla álag, auk
  ójafnvægis á milli vinnu og einkalífs, er einn af þeim þáttum sem dregur úr áhuga hjúkrunarfræðinga á stjórnunarstöðum. Endurkoma í vinnu eftir fæðingarorlof getur verið krefjandi fyrir mæður þar sem þær takast á við hlutverkatogstreitu auk þess sem þungi ólaunaðra starfa fellur oft á herðar kvenna.
  Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að dýpka skilning og auka við þekkingu á reynslu hjúkrunarstjórnenda af endurkomu í vinnu eftir fæðingarorlof.
  Aðferð: Rannsóknarsniðið var eigindlegt og stuðst var við aðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði. Notað var tilgangsúrtak með snjóboltaaðferð. Skilyrði fyrir þátttöku var að vera íslenskumælandi kvenkyns hjúkrunarfræðingur sem fór í fæðingarorlof á árunum 2018–2021 og var í stöðu hjúkrunarstjórnanda á þeim tíma. Skilyrði var að hafa verið að minnsta kosti tvo mánuði í starfi eftir endurkomu í vinnu en ekki var sett sem skilyrði að hafa snúið til baka í sömu stöðu. Tekin voru tvö viðtöl við 10 kvenkyns hjúkrunarstjórnendur.
  Niðurstöður: ,,Þetta samviskubit yfir því að standa sig illa á báðum stöðum“ er yfirþemað og lýsir bæði dómhörku í eigin garð og togstreitunni sem margar stjórnendanna fundu á milli vinnu og fjölskyldulífs. Meginþemu voru fjögur: Ígrundandi fæðingarorlof, Að endurheimta hlutverkið, Erfiðleikar við endurkomu og Farsæl endurkoma. Stuðningsþarfir voru einstaklingsbundnar og fóru meðal annars eftir starfsumhverfi, fjölskylduaðstæðum, reynslu í starfi og persónulegum eiginleikum.
  Ályktun: Niðurstöður benda sterklega til þess að stuðningur næsta yfirmanns geti haft afgerandi áhrif á ætlun og getu hjúkrunarstjórnenda til að snúa til baka í sama starf eftir fæðingarorlof. Mikilvægt er að koma markvisst til móts við stuðningsþarfir hjúkrunarstjórnenda eftir fæðingarorlof til að draga úr brottfalli úr starfi.

  Lykilorð: Hjúkrunarstjórnendur, stuðningur í starfi, starfsumhverfi, álag, endurkoma eftir fæðingarorlof, hlutverkatogstreita, þriðja vaktin, meðganga, fyrirbærafræði, Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: The working environment of healthcare managers is demanding, and stress is common, especially among junior nursing managers. Studies have shown that this heavy load and the imbalance between work and family life reduce nurses' interest in management positions. Returning to work after maternity leave can be challenging for mothers as they deal with the tension between the two roles and the burden of unpaid work often falling on the shoulders of women.
  Purpose: The purpose of the study was to deepen understanding and increase knowledge of nursing managers' experience of re-entry to work after maternity leave.
  Method: The Vancouver School in phenomenology was used in this qualitative research. Purpose sampling with snowball method was used. A condition for participation was to be an Icelandic-speaking female nurse who went on maternity leave in the years 2018–2021 and was in a nursing management position at that time. Having been in the job for at least two months after re-entry was another condition, but having returned to the same position was not. Two interviews were conducted with 10 female nursing managers.
  Results: “The guilt of performing poorly in both places” is the main finding and describes self-criticism as well as the tension that many of the managers found between work and family life. There were four main themes: Reflective maternity leave, Restoring the role, Difficulties of re-entry and Successful re-entry. The need for support varied between individuals and depended on the work environment, family circumstances, management experience, and personal qualities.
  Conclusions: Results strongly suggest that supervisors’ support can have a decisive effect on the intention and ability of nursing managers to return to the same job after maternity leave. It is crucial to systematically meet the support needs of nursing managers after maternity leave to reduce turnover.
  Keywords: Nursing managers, professional support, work environment, stress, re-entry after maternity leave, role strain, The third shift, pregnancy, phenomenology, The Vancouver school in phenomenology.

Athugasemdir: 
 • Ritgerðin er lokuð til 01.06.2023
Samþykkt: 
 • 13.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41859


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð_ARV_skemma_2022.pdf969.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit_ARV_2022.pdf47.08 kBOpinnPDFSkoða/Opna
Heimildir_ARV_2022.pdf191.18 kBOpinnPDFSkoða/Opna
Vidaukar_ARV_2022.pdf241.19 kBOpinnPDFSkoða/Opna