is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41860

Titill: 
 • "Að kunna að vinna með fólkinu" : reynsla deildarstjóra hjúkrunar af árangursríkri stjórnun : endurspegla þær áherslur þjónandi forystu?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ágrip
  Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu deildarstjóra hjúkrunar af árangursríkri stjórnun.
  Aðferðir rannsóknar: Með rannsóknaraðferð Vancouver skólans í fyrirbærafræði voru tekin tólf hálfstöðluð viðtöl við tíu deildarstjóra hjúkrunar á Landspítala í þeim tilgangi að kanna reynslu þeirra af árangursríkri stjórnun og hvort áherslur þeirra endurspegluðu áherslur þjónandi forystu.
  Niðurstöður: Niðurstöðurnar komu fram í þremur meginþemum: 1) Hafa kjark og getu til að fara með ábyrgðina til starfsfólksins vísar til reynslu deildarstjóra af því að ábyrgðarskyldan sé skýr. 2) Það er alltaf hægt að koma til mín, vísar til þess stuðnings sem deildarstjórar veita starfsfólki og birtist í virkri hlustun, umhyggju og valdeflingu. 3) Maður fæðist ekkert með þessa þekkingu, maður þarf aðstoð, vísar til stuðnings, handleiðslu og fræðslu sem deildarstjórar telja sig þurfa á að halda. Niðurstöður rannsóknarinnar samræmast fyrirliggjandi þekkingu um árangursríka stjórnun og gefa vísbendingar um að deildarstjórarnir nýti sumar áherslur og aðferðir þjónandi forystu, meðvitað eða ómeðvitað, svo sem ábyrgðarskyldu, stuðning við starfsfólk og hugarfar vaxtar. Þá sýna niðurstöðurnar að deildarstjórarnir telja sig þurfa aukinn stuðning í starfi, ekki síst við upphaf starfs.
  Ályktanir: Mikilvægt er að efla árangursríka þætti í stjórnun deildarstjóra til dæmis með því að skerpa ábyrgðarskyldu starfsfólks og efla enn frekar valdeflingu og stuðning við starfsfólk. Þá er mikilvægt að styðja betur við deildarstjóra í starfi, ýmist á formi fræðslu, handleiðslu eða jafningjastuðnings.
  Lykilorð: Deildarstjóri hjúkrunar, stjórnun, árangursrík stjórnun, þjónandi forysta

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  Aim: The aim of this research was to gain insight into nurse managers lived experiences of effective methods and investigate if their approach reflects servant leadership methods.
  Methods: Vancouver school in phenomenology was used and twelve in-depth interviews were conducted with ten nurse managers currently practicing in Landspítali hospital to gain insight into their experiences of successful management methods and to see if their approach reflects servant leadership philosophy.
  Results: Three themes emerged from the study: 1) To have the courage and ability to give responsibility to people which refers to the nurse managers lived experience to make accountability clear. 2) I´m always available and approachable which refers to the support nurse managers provide with active listening, empathy and empowerment. 3) One is not born with this knowledge, one needs support, which refers to the support, guidance and education nurse managers feel they need. The findings are in line with former knowledge of successful management and indicate that the nurse mangers use some emphasis of servant leadership philosophy, be it consciously or unconsciously, among them accountability, employee support and a growth mindset. The findings also indicate that the nurse mangers think they need more support in their work, especially at the start of their careers.
  Conclusion: It is important to enhance effective factors in nurse management, e.g. clarification of accountability and further enhance empowerment and employee support. It is also important to further support nurse managers in the form of further education, mentoring and peer support.
  Keywords: Nurse manager, management, effective management, servant leadership

Athugasemdir: 
 • Ritgerðin er lokuð til 07.06.2024
Samþykkt: 
 • 13.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41860


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararannsókn, Að kunna að vinna með fólkinu.pdf849.28 kBLokaður til...07.06.2024HeildartextiPDF