is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41867

Titill: 
 • Lengi býr að fyrstu gerð : tengsl langvinnra verkja á fullorðinsárum og sálrænna áfalla í æsku
 • Titill er á ensku Shaped by your childhood : adult chronic pain in relation to psychological trauma in childhood
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Langvinnir verkir eru heilbrigðisvandi sem er leiðandi orsök fyrir örorku. Rannsóknir hafa sýnt að ýmsir þættir í sögu einstaklinga, svo sem erfið reynsla snemma á ævinni, geta haft áhrif á lífshætti og heilsufar síðar.
  Tilgangur rannsóknar: Markmið rannsóknar var að skoða tengsl langvinnra verkja meðal almennings á Íslandi við erfiða reynslu og sálræn áföll í æsku.
  Aðferð: Rannsóknin var afturskyggn þversniðsrannsókn og var gögnum safnað með rafrænum spurningalista árið 2021. Skoðuð voru gögn um langvinna verki, sálræn áföll í æsku og reynslu af ofbeldi á fullorðinsárum. Úrtakið samanstóð af 12.400 einstaklingum, 18-80 ára, sem valdir voru með slembiúrtaki úr svarendahópi gagnaöflunarfyrirtækisins MASKÍNU (Þjóðargátt). Tölfræðiúrvinnsla var unnin í IBM SPSS Statistics, 28. útgáfu. Notuð var lýsandi tölfræði til að kanna helstu þætti gagnasafnsins. Kí-kvaðrat próf var framkvæmt til að skoða tengsl á milli breyta og Spearman’s Rho próf til að skoða fylgni þeirra. Gerð var tvíkosta aðhvarfsgreining til að meta áhrif breyta.
  Niðurstöður: Svarhlutfall var 44,8% og niðurstöður byggja á svörum 5.557 einstaklinga. Algengi langvinnra verkja var 40,1%. Alls svöruðu 91,1% þátttakenda spurningum um sálræn áföll í æsku og af þeim voru 16,1% með fjögur ACE-stig eða fleiri. Jákvæð tengsl voru á milli sálrænna áfalla í æsku og langvinnra verkja. Einnig voru þeir sem höfðu ≥4 ACE-stig líklegri til að hafa orðið fyrir ofbeldi á fullorðinsárum.
  Ályktun: Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að langvinnir verkir á fullorðinsárum geta tengst sálrænum áföllum í æsku auk þess sem sálræn áföll í æsku geta aukið hættu á að verða fyrir ofbeldi á fullorðinsárum. Einstaklingar sem verða fyrir ofbeldi á fullorðinsárum eru líklegri til að glíma við langvinna verki. Mikilvægt er að nýta þessar niðurstöður með því að spyrja út í reynslu af sálrænum áföllum og ofbeldi þegar fólk leitar til heilbrigðiskerfisins vegna langvinnra verkja.
  Lykilorð: Langvinnir verkir, sálræn áföll í æsku, ofbeldi, vanræksla, sálræn áföll, ACE, þversniðsrannsókn, lýsandi samaburðarrannsókn.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Chronic pain is a health problem that is a leading cause of disability. Studies have shown that various aspects of a person's history, such as difficult experiences in early life, can affect lifestyle and health later.
  Purpose: This study examined the relationship between chronic pain and adverse childhood experience (ACE) in the general population of Iceland.
  Method: This is a retrospective cross-sectional study and data was collected with electronic questionnaire in the year 2021. Data on chronic pain, adverse childhood experience (ACE) and experience of violence in adulthood were examined. The sample consisted of 12.400 individuals, 18-80 years of age, randomly selected from respondents' group of the data collection company MASKINA (National Portal). Statistical processing was carried out in IBM SPSS Statistics 28th edition. Descriptive statistics were examined to investigate the main aspects of the database. A Chi-square test was used to examine the relationships between variables and a Spearman's Rho test for their correlation. Logistic regression was used to estimate the relationship between variables.
  Result: Response rate was 44.8%, results are based on the responses of 5.557 participants. Prevalence of chronic pain was 40.1%. A total of 91.1% of participants answered questions about ACE, of which 16.1% had four ACE-scores or higher. There was a positive relationship between ACE and chronic pain. Those who had ≥4 ACE scores were more likely to have experienced violence in adulthood.
  Conclusion: The results of this study show that chronic pain in adulthood can be associated with psychological childhood trauma, and psychological childhood trauma can increase the risk of being exposed to violence in adulthood. People who experience violence in adulthood are more likely to suffer from chronic pain. It is important to use these findings to ask about experiences of childhood psychological trauma and violence when people seek healthcare for chronic pain.
  Keywords: Chronic pain, psychological trauma in childhood, violence, neglect, psychological trauma, ACE, cross-sectional study, descriptive correlation design.

Athugasemdir: 
 • Ritgerðin er lokuð til 01.06.2024
Samþykkt: 
 • 13.6.2022
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/41867


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vigdís_ Pálsdóttir.pdf649.91 kBLokaður til...01.06.2024HeildartextiPDF