is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/41871

Titill: 
  • Skóli án aðgreiningar - stuðningur við kennara og verkfæri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um nálgun umsjónarkennara við nemendur sem sýna óæskilega hegðun, þau verkfæri sem þeir hafa og þann stuðning sem þeir fá. Einnig eru viðhorf kennara til skóla án aðgreiningar sett fram. Gerður var spurningalisti og viðtöl tekin við fimm kennara úr grunnskólum á Suðurnesjum. Svör þeirra við spurningunum og þeirra frásögn var notuð í rannsóknina. Við heimildaöflun var meðal annars farið yfir þróun kennaranámsins, aðalnámskrá grunnskóla, lög og reglugerðir, skóla án aðgreiningar og sérþarfir nemenda.
    Helstu niðurstöður eru að umsjónarkennararnir eru allir jákvæðir gagnvart stefnu um skóla án aðgreiningar. Þeir tala um mikilvægi fjölbreytileikans í grunnskólunum. Að skóli þurfi að endurspegla samfélagið og allir þurfi að læra umburðalyndi gagnvart fjölbreytileikanum og sjá tækifæri í mismunandi styrkleikum fólks. Þeir segja þó að bæta þurfi margt svo stefnan virki eins og gert er ráð fyrir og kennarar nái að sinna öllum nemendum. Það vanti fleira fagfólk inn í skólana til að koma að nemendum sem eru með þungar greiningar. Einnig kemur fram að kennurum finnst kennaranámið ekki undirbúa þá nægilega vel fyrir starfið. Teymiskennsla hjálpi þeim við að takast á við nemendur sem sýna óæskilega hegðun en það þurfi fleira að koma til.

  • Útdráttur er á ensku

    This dissertation discusses teachers approach to students who show undesirable behavior, the tools they have and the support they receive. Teachers opinions towards Education for All, the inclusive education policy are also presented. A questionnaire was prepared and interviews were conducted with five teachers from primary schools in Suðurnes. Their answers to the questions and their narrative were used in the study. When gathering sources, the development of teacher education, the National Curriculum Guide for comuplsory schools, laws and regulations, inclusive education and the special needs of students were reviewed. The main conclusion is that the teachers are all positive towards the policy of inclusive schools. There they talk about the importance of diversity in primary schools. However, they say that a lot of work needs to be done for the policy to work as expected and the teachers to be able to take care of all students. There is a lack of professionals in the schools. It is also stated that teachers do not feel that their studies prepare them well enough for the job. Working in teams helps them deal with students who exhibit unwanted behavior, but more needs to be done.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til 02.05.2030
Samþykkt: 
  • 13.6.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/41871


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed-ritgerð-Lokaskil .pdf653.61 kBLokaður til...02.05.2030HeildartextiPDF